Brasilíski miðvallarleikmaðurinn Felipe Melo hjá Juventus hlotnaðist sá vafasami heiður að vera útnefndur versti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar og hljóta þar með hina svokölluðu gullruslafötu.
Það er útvarpsþátturinn Catersport á Rai Radio 2 sem stendur fyrir kjörinu en það er almenningur sem kýs.
Kjörið um gullruslafötuna fór fyrst fram árið 2003 og hlaut þá annar Brasilíumaður, Rivaldo, útnefninguna.
Ricardo Quaresma hjá Inter varð annar í kjörinu í ár en hann hlaut útnefninguna í fyrra. Þriðji var Thiago, félagi Melo hjá Juventus.