Skuldir og skilningsleysi Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. ágúst 2009 04:00 Þeir sem tala fyrir almennri niðurfellingu [skulda] hafa aldrei beinlínis sagt hver á að borga fyrir þetta. Það væri gaman að vita." Þetta er haft eftir varaformanni félags- og tryggingamálanefndar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Mig rekur í rogastans. Allur málflutningur þeirra, ekki síst framsóknarmanna, sem hafa barist fyrir almennri niðurfærslu höfuðstóls skulda heimilanna hefur gengið út á það að útskýra hvaðan peningarnir eiga að koma. Eins og Sigríður veit eru allar líkur á að afföll hafi orðið á íbúðalánasöfnum, af ýmsum ástæðum, við uppgjör bankanna á dögunum. Gert er ráð fyrir minni heimtum. Spurningin er sú hvernig hægt er að láta þessi afföll renna til íslenskra heimila. Nokkrar leiðir eru í boði: 1) að láta þau renna sem allra minnst til heimilanna, 2) að láta þau renna til sumra heimila, 3) að láta þau renna jafnt til allra heimila, 4) að bjóða heimilum upp á einhvers konar val í þessum efnum. Stjórnarmeirihlutinn, utan einstakra þingmanna, hefur brugðið fyrir sig sama skilningsleysi og Sigríður gagnvart hugmyndum um almenna niðurfærslu skulda. Ef skilningsleysið hefur ekki orðið fyrir valinu hefur hugmyndum framsóknarmanna, sem settar hafa verið fram af hógværð og með öllum fyrirvörum um útfærslur, verið mætt með svo tilfinningaríkri höfnun að undrum sætir. Þrátt fyrir þetta ætla ég enn að vona að hægt verði að vekja ríkisstjórnina til viðureignar við þennan vanda. Það er flestum orðið ljóst að minnkandi greiðsluvilji skuldara er orðinn verulegt vandamál sem verður stærra ef ekkert er gert. Áðurnefnd viðbrögð við hugmyndum um almenna niðurfærslu höfuðstóls ætla ég því að leyfa mér að túlka sem pólitískt spil, eins og gengur, en halda í þá trú að undir niðri dormi þó eftir allt saman skynsemin. Af hverju ætti jú ríkisstjórnin beinlínis að leggjast gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila? Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Þeir sem tala fyrir almennri niðurfellingu [skulda] hafa aldrei beinlínis sagt hver á að borga fyrir þetta. Það væri gaman að vita." Þetta er haft eftir varaformanni félags- og tryggingamálanefndar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Mig rekur í rogastans. Allur málflutningur þeirra, ekki síst framsóknarmanna, sem hafa barist fyrir almennri niðurfærslu höfuðstóls skulda heimilanna hefur gengið út á það að útskýra hvaðan peningarnir eiga að koma. Eins og Sigríður veit eru allar líkur á að afföll hafi orðið á íbúðalánasöfnum, af ýmsum ástæðum, við uppgjör bankanna á dögunum. Gert er ráð fyrir minni heimtum. Spurningin er sú hvernig hægt er að láta þessi afföll renna til íslenskra heimila. Nokkrar leiðir eru í boði: 1) að láta þau renna sem allra minnst til heimilanna, 2) að láta þau renna til sumra heimila, 3) að láta þau renna jafnt til allra heimila, 4) að bjóða heimilum upp á einhvers konar val í þessum efnum. Stjórnarmeirihlutinn, utan einstakra þingmanna, hefur brugðið fyrir sig sama skilningsleysi og Sigríður gagnvart hugmyndum um almenna niðurfærslu skulda. Ef skilningsleysið hefur ekki orðið fyrir valinu hefur hugmyndum framsóknarmanna, sem settar hafa verið fram af hógværð og með öllum fyrirvörum um útfærslur, verið mætt með svo tilfinningaríkri höfnun að undrum sætir. Þrátt fyrir þetta ætla ég enn að vona að hægt verði að vekja ríkisstjórnina til viðureignar við þennan vanda. Það er flestum orðið ljóst að minnkandi greiðsluvilji skuldara er orðinn verulegt vandamál sem verður stærra ef ekkert er gert. Áðurnefnd viðbrögð við hugmyndum um almenna niðurfærslu höfuðstóls ætla ég því að leyfa mér að túlka sem pólitískt spil, eins og gengur, en halda í þá trú að undir niðri dormi þó eftir allt saman skynsemin. Af hverju ætti jú ríkisstjórnin beinlínis að leggjast gegn því að afföll fasteignalána renni til íslenskra heimila? Höfundur er þingmaður.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar