Fyrsta leik kvöldsins í 32-liða úrslitum VISA-bikars karla er lokið. KA lagði Aftureldingu, 3-1, fyrir norðan.
Það voru þeir Norbert Farkas og David Distl sem skoruðu mörk KA-manna en Distl skoraði tvívegis. Alexander Hafþórsson skoraði mark Aftureldingar að því er kemur fram á fótbolti.net.
Fjölmargir leikir eru enn í gangi og munum við greina frá úrslitum þeirra síðar í kvöld.