Uppsprettu-hátíðin Gerður Kristný skrifar 25. maí 2009 06:00 Einhverju sinni spurði ég hjúkrunarfræðinginn mömmu mína hvort hún hefði ekki farið í bæinn á kvennafrídaginn 24. október 1975, kannski í hópi kátra kollega af Landakoti. „Nei, ég var í vinnunni," svaraði hún. „Það varð einhver að sinna sjúklingunum." Mér varð hugsað til þessara orða á miðvikudaginn þegar ég sauð silung ofan í syni mína í stað þess að fara á Uppsprettuhátíðina sem konur héldu í Iðnó til að fagna því sem þær hafa áorkað í samfélaginu og til að hvetja hver aðra til dáða. Eiginmaðurinn var rokinn í vinnuferð til útlanda og einhver varð að sinna sonunum. Þennan dag hafði ég verið að velta fyrir mér frasanum „gömul góð gildi". Um morguninn hafði nefnilega birst mynd í Morgunblaðinu af gamla Morgunblaðshúsinu í Aðalstræti. Þar stendur nú aftur nafn blaðsins og er tekið fram í myndatexta að þarna sé „um tímabundna aðgerð að ræða í þeim tilgangi að minna á hin gömlu góðu gildi". Ekki að furða að ég hafi orðið hugsi. Þetta er svipað og að ímynda sér að „gömul góð gildi" festist á ný í sessi með því að flytja Borgarbókasafnið aftur upp í Þingholt eða bjóða Gervasoni til landsins. En hvað veit maður svo sem hvaða merkingu Morgunblaðsfólk leggur í „gömul góð gildi"? Maður verður bara að vona það besta. Daginn eftir fletti ég bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í leit að fréttum af því sem fram hefði farið á Uppsprettuhátíðinni sem ég hafði misst af. Mig langaði að sjá hvaða konur hefðu mætt og hvað þær hefðu sagt í ræðunum sínum. Minnst var á Uppsprettuhátíðina í fyrirtaks ritstjórnarpistli Svanborgar Sigmarsdóttur í Fréttablaðinu en hann fjallaði um hvað samstaða þingkvenna er mikilvæg. Annað fann ég ekki. Framan á Morgunblaðinu gat að líta fyrirsögnina: „Andarungarnir eru komnir á Tjörnina" ásamt mynd af önd og 12 ungum. Blaðamaður rýnir í svipbrigði fuglsins og skrifar að þarna sé á ferðinni „stolt ungamamma með stóra hópinn sinn". Fréttablaðið bauð hins vegar upp á mynd af bikiníklæddum keppendum um titilinn Ungfrú Ísland þar sem þær leika sér á ylströndinni. Ekki gat ég annað en dáðst að því hvað það hafði tekið stuttan tíma fyrir gömul og góð gildi að skjóta rótum að nýju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Einhverju sinni spurði ég hjúkrunarfræðinginn mömmu mína hvort hún hefði ekki farið í bæinn á kvennafrídaginn 24. október 1975, kannski í hópi kátra kollega af Landakoti. „Nei, ég var í vinnunni," svaraði hún. „Það varð einhver að sinna sjúklingunum." Mér varð hugsað til þessara orða á miðvikudaginn þegar ég sauð silung ofan í syni mína í stað þess að fara á Uppsprettuhátíðina sem konur héldu í Iðnó til að fagna því sem þær hafa áorkað í samfélaginu og til að hvetja hver aðra til dáða. Eiginmaðurinn var rokinn í vinnuferð til útlanda og einhver varð að sinna sonunum. Þennan dag hafði ég verið að velta fyrir mér frasanum „gömul góð gildi". Um morguninn hafði nefnilega birst mynd í Morgunblaðinu af gamla Morgunblaðshúsinu í Aðalstræti. Þar stendur nú aftur nafn blaðsins og er tekið fram í myndatexta að þarna sé „um tímabundna aðgerð að ræða í þeim tilgangi að minna á hin gömlu góðu gildi". Ekki að furða að ég hafi orðið hugsi. Þetta er svipað og að ímynda sér að „gömul góð gildi" festist á ný í sessi með því að flytja Borgarbókasafnið aftur upp í Þingholt eða bjóða Gervasoni til landsins. En hvað veit maður svo sem hvaða merkingu Morgunblaðsfólk leggur í „gömul góð gildi"? Maður verður bara að vona það besta. Daginn eftir fletti ég bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í leit að fréttum af því sem fram hefði farið á Uppsprettuhátíðinni sem ég hafði misst af. Mig langaði að sjá hvaða konur hefðu mætt og hvað þær hefðu sagt í ræðunum sínum. Minnst var á Uppsprettuhátíðina í fyrirtaks ritstjórnarpistli Svanborgar Sigmarsdóttur í Fréttablaðinu en hann fjallaði um hvað samstaða þingkvenna er mikilvæg. Annað fann ég ekki. Framan á Morgunblaðinu gat að líta fyrirsögnina: „Andarungarnir eru komnir á Tjörnina" ásamt mynd af önd og 12 ungum. Blaðamaður rýnir í svipbrigði fuglsins og skrifar að þarna sé á ferðinni „stolt ungamamma með stóra hópinn sinn". Fréttablaðið bauð hins vegar upp á mynd af bikiníklæddum keppendum um titilinn Ungfrú Ísland þar sem þær leika sér á ylströndinni. Ekki gat ég annað en dáðst að því hvað það hafði tekið stuttan tíma fyrir gömul og góð gildi að skjóta rótum að nýju.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun