Hamilton stefnir á sigur á Monza 13. september 2009 06:38 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Monza brautinni í gær. mynd: kappakstur.is Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan. Adrian Sutil á Force India ræsir af stað við hlið hans, en þeir eru góðir vinir og áttust við í Formúlu 3 á árum áður. Kimi Raikkönen á Ferrari er þriðji á ráslínu og ræsir eins og Hamilton af stað með KERS kerfi, sem gefur 80 auka hestöfl umfram það sem Sutil hefur til taks í sínum bíl. Sama gerir Heikki Kovalainen á McLaren sem er við hlið hans. Það gæti gert gæfumuninn í ræsingunni. Fyrsta beygjan á Monza brautinni er mjög þröng og erfitt um vik og ræsingin því mjög mikilvæg. Fjórir ökumenn eru að berjast um meistaratitilinn, Rubens Barrichello og Jenson Button eru í fimmta og sjötta sæti á ráslínu og Sebastian Vettel og Mark Webber eru í níunda og tíunda sæti. Þessir kappar berjast um hvert stig, en bæði Button og Barrichello telja að þeir geti barist um sigur, þar sem þeir eru bensínþungir og með aðra keppnisáætlun en forystumennirnir tveir á ráslínu. "Ég er ánægður með bílinn og tel að ég eigi möguleika á sigri. En ég hef mikið verk fyrir höndum og ræsingin verður mikilvæg. Sutil er með mikinn hraða á beinu köflunum og ég verð að taka allt út úr mér og bílnum til að standast atlögu keppinautanna", sagði Hamilton. Raikkönen vann síðustu keppni, sem var á Spa brautinni, en hvorugur þessara kappa á möguleika á meistaratitilinum. Þeir berjast fyrir heiðurinn að sigra í einstökum mótum. Sjá stigastöðuna í titilslagnum Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan. Adrian Sutil á Force India ræsir af stað við hlið hans, en þeir eru góðir vinir og áttust við í Formúlu 3 á árum áður. Kimi Raikkönen á Ferrari er þriðji á ráslínu og ræsir eins og Hamilton af stað með KERS kerfi, sem gefur 80 auka hestöfl umfram það sem Sutil hefur til taks í sínum bíl. Sama gerir Heikki Kovalainen á McLaren sem er við hlið hans. Það gæti gert gæfumuninn í ræsingunni. Fyrsta beygjan á Monza brautinni er mjög þröng og erfitt um vik og ræsingin því mjög mikilvæg. Fjórir ökumenn eru að berjast um meistaratitilinn, Rubens Barrichello og Jenson Button eru í fimmta og sjötta sæti á ráslínu og Sebastian Vettel og Mark Webber eru í níunda og tíunda sæti. Þessir kappar berjast um hvert stig, en bæði Button og Barrichello telja að þeir geti barist um sigur, þar sem þeir eru bensínþungir og með aðra keppnisáætlun en forystumennirnir tveir á ráslínu. "Ég er ánægður með bílinn og tel að ég eigi möguleika á sigri. En ég hef mikið verk fyrir höndum og ræsingin verður mikilvæg. Sutil er með mikinn hraða á beinu köflunum og ég verð að taka allt út úr mér og bílnum til að standast atlögu keppinautanna", sagði Hamilton. Raikkönen vann síðustu keppni, sem var á Spa brautinni, en hvorugur þessara kappa á möguleika á meistaratitilinum. Þeir berjast fyrir heiðurinn að sigra í einstökum mótum. Sjá stigastöðuna í titilslagnum
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti