Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur 10. nóvember 2009 08:29 Steen Gude. Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur er nú framundan en hún er auglýst á átta heilsíðum í viðskiptablaðinu Börsen. Um er að ræða 310 íbúðir í Ringsted en íbúðirnar eru hluti af þrotabúi Stones Invest. Meðal kröfuhafa í þrotabúið er Landic Property. Í umfjöllun Börsen um málið segir að veðin sem hvíli á íbúðunum nemi um 640 milljónum danskra kr. en verðmatið er hinsvegar um 278 milljónum danskra kr. Lánastofnunin BRF Kredit er með 353 milljónir danskra kr. á fyrsta veðrétti og Roskilde Bank með 50 milljónir kr. á öðrum veðrétti. Ekki er reiknað með að neinn annarr en BRF Kredit fái nokkuð upp í veðkröfur sínar. Vegna umfangs nauðungarsölunnar hefur íbúðunum verið skipt upp í sex „pakka" og geta fjárfestar boðið í hvern þeirra fyrir sig. Eignirnar í heild eru 220.000 fermetrar og þær voru endurnýjaðar árið 2007. Í september á síðasta ári gerið Landic Property kröfu um gjaldþrot Stones Invest en það var í eigu fjárfestisins Steen Gude. Gjaldþrotabeiðnin var samþykkt í þeim mánuði. Í fréttum á visi.is frá þeim tíma segir að gjaldþrotabeiðni Landic hafi byggt á kröfu um endurgreiðslu á virðisaukaskatti upp á 7,5 milljónir danskra kr. vegna byggingarframkvæmda í Holbæk. Landic taldi að Stones Invest hafi haldið þessari upphæð eftir og að hún hefði með réttu átt að ganga til Landic. "Við höfum farið nákvæmlega yfir þetta og teljum okkur örugglega í rétti hvað endurgreiðsluna varðar," sagði Michael Sheik einn af yfirmönnum Landic Property í samtali við Berlingske á þessum tíma. "Ég tel að fleiri kröfur fylgi frá okkur ásamt gjaldbrotabeiðninni á mánudag. Fram kom að Landic Property telur sig eiga allt að 140 milljónum danskra kr. inni hjá Stones Invest, eða sem svarar til um 3,3 milljarða kr. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stærsta einstaka nauðungarsalan í sögu Danmerkur er nú framundan en hún er auglýst á átta heilsíðum í viðskiptablaðinu Börsen. Um er að ræða 310 íbúðir í Ringsted en íbúðirnar eru hluti af þrotabúi Stones Invest. Meðal kröfuhafa í þrotabúið er Landic Property. Í umfjöllun Börsen um málið segir að veðin sem hvíli á íbúðunum nemi um 640 milljónum danskra kr. en verðmatið er hinsvegar um 278 milljónum danskra kr. Lánastofnunin BRF Kredit er með 353 milljónir danskra kr. á fyrsta veðrétti og Roskilde Bank með 50 milljónir kr. á öðrum veðrétti. Ekki er reiknað með að neinn annarr en BRF Kredit fái nokkuð upp í veðkröfur sínar. Vegna umfangs nauðungarsölunnar hefur íbúðunum verið skipt upp í sex „pakka" og geta fjárfestar boðið í hvern þeirra fyrir sig. Eignirnar í heild eru 220.000 fermetrar og þær voru endurnýjaðar árið 2007. Í september á síðasta ári gerið Landic Property kröfu um gjaldþrot Stones Invest en það var í eigu fjárfestisins Steen Gude. Gjaldþrotabeiðnin var samþykkt í þeim mánuði. Í fréttum á visi.is frá þeim tíma segir að gjaldþrotabeiðni Landic hafi byggt á kröfu um endurgreiðslu á virðisaukaskatti upp á 7,5 milljónir danskra kr. vegna byggingarframkvæmda í Holbæk. Landic taldi að Stones Invest hafi haldið þessari upphæð eftir og að hún hefði með réttu átt að ganga til Landic. "Við höfum farið nákvæmlega yfir þetta og teljum okkur örugglega í rétti hvað endurgreiðsluna varðar," sagði Michael Sheik einn af yfirmönnum Landic Property í samtali við Berlingske á þessum tíma. "Ég tel að fleiri kröfur fylgi frá okkur ásamt gjaldbrotabeiðninni á mánudag. Fram kom að Landic Property telur sig eiga allt að 140 milljónum danskra kr. inni hjá Stones Invest, eða sem svarar til um 3,3 milljarða kr.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira