Fylkir komst í gærkvöldi í undanúrslit Lengjubikarkeppni karla eftir sigur á Grindavík í fjórðungsúrslitum, 3-2.
Í dag fara svo tveir leikir fram í fjórðungsúrslitunum og báðir í Kórnum í Kópavogi.
Klukkan 14.00 mætast Breiðablik og Þróttur og svo klukkan 16.00 lið Stjörnunnar og HK.
Sigurvegarar þessara leikja mætast í undanúrslitum á mánudaginn en Fylkir mætir sigurvegara leiks Vals og FH sem fer fram í Egilshöll annað kvöld.
Fylkir í undanúrslitin - tveir leikir í dag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa
Íslenski boltinn






Kári Kristján semur við Þór Akureyri
Handbolti


Bonmatí vann þriðja árið í röð
Fótbolti
