Edda: Byrjuð að spara fyrir Playstation Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2009 16:30 Edda Garðarsdóttir ásamt Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur en báðar leika þær með Örebro í Svíþjóð. Mynd/Daníel Edda Garðarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir því hollenska í vináttulandsleik í Kórnum á morgun klukkan 16.00. „Ég hef ekki séð mikið til hollenska liðsins enda ekki mikið rennsli á kvennalandsleikjum. En þær hafa verið á uppleið eins og við og hafa verið að standa sig vel," sagði Edda í samtali við Vísi í dag. Hún segir að leikmenn séu þegar byrjaðir að hugsa um EM sem fer fram í Finnlandi í sumar. „Sigurður Ragnar (þjálfari) klikar ekki á svona smáatriðum," sagði hún í léttum dúr. „Við héldum markmiðsfund fljótlega eftir áramót þar sem rennt var yfir hvað við þyrftum að gera til að vera í toppstandi í ágúst. Það er ljóst að við verðum að nýta hvert einasta augnablik saman fram að móti enda verða þau ekki mörg." Edda er eins og svo margir aðrir landsliðsmenn á mála hjá liði í Skandinavíu en hún leikur með Örebro í Svíþjóð. Aldrei áður hafa svo margir atvinnumenn skipað A-landslið kvenna. „Það er mjög gaman að koma saman aftur. Þá kemur smá þjóðarrembingur upp í manni. Það er auðvitað skrýtið líka þar sem þetta er í eiginlega fyrsta sinn sem maður er að koma heim í landsliðsverkefni. En þetta er frábær hópur og gaman að hitta alla aftur." Henni segist líða vel í Svíþjóð en það sem helst hafi komið sér á óvart sé hversu mikinn frítíma hún hafi. „Eftir morgunæfinguna sem lýkur klukkan níu tekur við bara hvíld og bið til klukkan fjögur. Það er mjög óvenjulegt þar sem maður er vanur því hér heima að fara í ræktina fyrir vinnu og svo á æfingu þegar vinnudeginum lýkur." Hún segist þó ekki nota tímann til að spila á Playstation-leikjatölvu eins og svo margir knattspyrnumenn eru þekktir fyrir að gera. „Ég er ekki á það góðum launum að ég geti keypt mér Playstation en ég er byrjuð að safna," sagði hún og hló. „Það er meira um bókalestur hjá mér. Ég kann nú betur að meta fagurbókmenntir." Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira
Edda Garðarsdóttir verður í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir því hollenska í vináttulandsleik í Kórnum á morgun klukkan 16.00. „Ég hef ekki séð mikið til hollenska liðsins enda ekki mikið rennsli á kvennalandsleikjum. En þær hafa verið á uppleið eins og við og hafa verið að standa sig vel," sagði Edda í samtali við Vísi í dag. Hún segir að leikmenn séu þegar byrjaðir að hugsa um EM sem fer fram í Finnlandi í sumar. „Sigurður Ragnar (þjálfari) klikar ekki á svona smáatriðum," sagði hún í léttum dúr. „Við héldum markmiðsfund fljótlega eftir áramót þar sem rennt var yfir hvað við þyrftum að gera til að vera í toppstandi í ágúst. Það er ljóst að við verðum að nýta hvert einasta augnablik saman fram að móti enda verða þau ekki mörg." Edda er eins og svo margir aðrir landsliðsmenn á mála hjá liði í Skandinavíu en hún leikur með Örebro í Svíþjóð. Aldrei áður hafa svo margir atvinnumenn skipað A-landslið kvenna. „Það er mjög gaman að koma saman aftur. Þá kemur smá þjóðarrembingur upp í manni. Það er auðvitað skrýtið líka þar sem þetta er í eiginlega fyrsta sinn sem maður er að koma heim í landsliðsverkefni. En þetta er frábær hópur og gaman að hitta alla aftur." Henni segist líða vel í Svíþjóð en það sem helst hafi komið sér á óvart sé hversu mikinn frítíma hún hafi. „Eftir morgunæfinguna sem lýkur klukkan níu tekur við bara hvíld og bið til klukkan fjögur. Það er mjög óvenjulegt þar sem maður er vanur því hér heima að fara í ræktina fyrir vinnu og svo á æfingu þegar vinnudeginum lýkur." Hún segist þó ekki nota tímann til að spila á Playstation-leikjatölvu eins og svo margir knattspyrnumenn eru þekktir fyrir að gera. „Ég er ekki á það góðum launum að ég geti keypt mér Playstation en ég er byrjuð að safna," sagði hún og hló. „Það er meira um bókalestur hjá mér. Ég kann nú betur að meta fagurbókmenntir."
Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira