Steinunn Valdís: Prófkjör kosta 22. apríl 2009 18:30 Guðlaugur Þór Þórðarson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fengu fjórar milljónir króna frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Prókjör kosta, barnaskapur að halda annað, segir Steinunn Valdís. Björn Ingi Hrafnsson og Guðfinna Bjarnadóttir fengu milljón hvort í styrk frá Baugi samkvæmt leynistyrkjalista stjórnmálamanna sem DV birtir í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í gær að meðal annars stórfyrirtækin Baugur og FL Group hefðu styrkt frambjóðendur fyrir síðustu alþingiskosningar um milljónir króna og verið til þess viljug meðan viðskiptalífið stóð í blóma árið 2006. Nú hefur DV bætt um betur og birt nöfn stjórnmálamanna og fyrrverandi ráðherra sem samkvæmt þeirra heimildum fengu háa styrki. Guðlaugur Þór Þórðarson fékk fyrir prófkjör 2006 tvær milljónir króna frá Baugi og aðrar tvær frá FL Group. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu síðdegis að þessar tölur væru á réttu róli. Hann kvaðst jafnframt hafa allt sitt á þurru og skilað öllu til skattstjóra. Jafnframt kvaðst hann aldrei hafa lent í því að nokkur styrktarðili hefðu reynt að rukka inn greiðann. Guðlaugur Þór styður það að prófkjörsbókhald verði opnað - en hann muni ekki gera það einn. Hann neitaði að gefa upp hvað barátta hans hefði kostað í heild né heldur hvort hann hefði fengið jafnháa eða hærri styrki frá öðru fyrirtækjum. Steinunn Valdís fékk milljón frá Baugi og aðra frá FL Group fyrir prófkjör sitt til alþingis - en fékk jafnháa styrki frá þessum fyrirtækjum fyrir sveitarstjórnarprófkjör sama ár. Samtals fjórar milljónir. Í samtali við fréttastofu nú laust fyrir fréttir kvað hún ekkert hafa að fela og sjálfsagt að opna bókhaldið - gjöri aðrir slíkt hið sama. Þá hafði hún rekið baráttu sína á eigin kennitölu og skilað öllu til skattsins. Hún neitaði að tjá sig um það hvort hún hefði fengið fleiri jafnháa eða hærri styrki, en sagði prófkjörið hafa kostað sig tæpar fimm milljónir króna. Örskömmu eftir prófkjörin samþykktu flokkarnir að siðferðismörk leynistyrkja til flokkanna sjálfra væru 300 þúsund krónur. Steinunn Valdís neitaði að tjá sig um það hvort eðlilegt væri að einstaklingar í framboði hefðu fáum vikum áður þegið í trúnaði mun hærri styrki. Af öðrum á lista DV eru Björn Ingi Hrafnsson framsóknarmaður sem fékk eina milljón frá Baugi. Guðfinna Bjarnadóttir Sjálfstæðismaður fékk sömu upphæð. Aðrir fengu lægri styrki frá Baugi, Helgi Hjörvar Samfylkingarmaður fékk níuhundruð þúsund, Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðismaður fékk 500, Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki sömuleiðis. Aðrir fengu lægri styrki. Kosningar 2009 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fengu fjórar milljónir króna frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Prókjör kosta, barnaskapur að halda annað, segir Steinunn Valdís. Björn Ingi Hrafnsson og Guðfinna Bjarnadóttir fengu milljón hvort í styrk frá Baugi samkvæmt leynistyrkjalista stjórnmálamanna sem DV birtir í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í gær að meðal annars stórfyrirtækin Baugur og FL Group hefðu styrkt frambjóðendur fyrir síðustu alþingiskosningar um milljónir króna og verið til þess viljug meðan viðskiptalífið stóð í blóma árið 2006. Nú hefur DV bætt um betur og birt nöfn stjórnmálamanna og fyrrverandi ráðherra sem samkvæmt þeirra heimildum fengu háa styrki. Guðlaugur Þór Þórðarson fékk fyrir prófkjör 2006 tvær milljónir króna frá Baugi og aðrar tvær frá FL Group. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu síðdegis að þessar tölur væru á réttu róli. Hann kvaðst jafnframt hafa allt sitt á þurru og skilað öllu til skattstjóra. Jafnframt kvaðst hann aldrei hafa lent í því að nokkur styrktarðili hefðu reynt að rukka inn greiðann. Guðlaugur Þór styður það að prófkjörsbókhald verði opnað - en hann muni ekki gera það einn. Hann neitaði að gefa upp hvað barátta hans hefði kostað í heild né heldur hvort hann hefði fengið jafnháa eða hærri styrki frá öðru fyrirtækjum. Steinunn Valdís fékk milljón frá Baugi og aðra frá FL Group fyrir prófkjör sitt til alþingis - en fékk jafnháa styrki frá þessum fyrirtækjum fyrir sveitarstjórnarprófkjör sama ár. Samtals fjórar milljónir. Í samtali við fréttastofu nú laust fyrir fréttir kvað hún ekkert hafa að fela og sjálfsagt að opna bókhaldið - gjöri aðrir slíkt hið sama. Þá hafði hún rekið baráttu sína á eigin kennitölu og skilað öllu til skattsins. Hún neitaði að tjá sig um það hvort hún hefði fengið fleiri jafnháa eða hærri styrki, en sagði prófkjörið hafa kostað sig tæpar fimm milljónir króna. Örskömmu eftir prófkjörin samþykktu flokkarnir að siðferðismörk leynistyrkja til flokkanna sjálfra væru 300 þúsund krónur. Steinunn Valdís neitaði að tjá sig um það hvort eðlilegt væri að einstaklingar í framboði hefðu fáum vikum áður þegið í trúnaði mun hærri styrki. Af öðrum á lista DV eru Björn Ingi Hrafnsson framsóknarmaður sem fékk eina milljón frá Baugi. Guðfinna Bjarnadóttir Sjálfstæðismaður fékk sömu upphæð. Aðrir fengu lægri styrki frá Baugi, Helgi Hjörvar Samfylkingarmaður fékk níuhundruð þúsund, Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðismaður fékk 500, Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki sömuleiðis. Aðrir fengu lægri styrki.
Kosningar 2009 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira