Sport

Vilja að De la Hoya hætti

NordicPhotos/GettyImages

Hnefaleikakappinn Oscar de la Hoya hefur viðurkennt að hann sé undir mikilli pressu frá fjölskyldu sinni að hætta að keppa í hnefaleikum.

De la Hoya er 35 ára gamall og hefur orðið heimsmeistari í sex þyngdarflokkum, en hann tapaði illa fyrir Manny Pacquiao í Las Vegas í síðasta mánuði.

Flestir hölluðust að því að De la Hoya ætti sigurinn vísan gegn Filippseyingnum í síðasta mánuði, en hann virkaði lúinn og átti undir högg að sækja allan bardagann þó hann væri í mun heppilegri þyngdarflokki en andstæðingurinn.

Ekki er því ólíklegt að De la Hoya snúi sér fljótlega alfarið að umboðsmennsku, en þar er hann strax búinn að skapa sér nafn með fyrirtæki sínu Golden Boy Promotions.

De la Hoya hefur unnið 39 af 45 bardögum sínum á ferlinum og hefur aldrei hikað við að mæta þeim bestu hverju sinni.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×