Handbolti

Fá fimm ára bann fyrir að reyna að múta dönsku dómurum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúmenska handboltalandsliðið fagnar eftir leik.
Rúmenska handboltalandsliðið fagnar eftir leik. Mynd/AFP

Rúmenskur landsliðsþjálfari og varaformaður rúmenska sambandsins, sem buðu dönsku dómurunum Martin Gjeding og Mads Hansen mútur fyrir leik í undankeppni HM 2009, hafa verið dæmdur í fimm ára bann af evrópska handboltasambandinu. Leikurinn fór fram 14. júní 2008 og var seinni umspilsleikurinn á milli Rúmeníu og Svartfjallalands.

Rúmenarnir Palau Petre og Aihan Omer buðu dönsku dómurunum bæði peninga og gleðikonur fyrir leikinn til að reyna að kaupa sér hagstæða dómgæslu í leiknum. Dómararnir tilkynntu þetta hinsvegar inn til EHF sem hefur seinna skoðað leikinn nákvæmlega og staðfest að það var ekkert að finna að dómgæslu þeirra Gjeding og Hansen í leiknum.

Evrópska handknattleikssambandið dæmi þá Palau Petre og Aihan Omer í fimm ára bann frá alþjóðlegum handbolta. Rúmenska sambandið þarf einnig að geriða 27.500 evru sekt og karlalandsliðið fær hugsanlega að auki tveggja ára bann frá mótum á vegum sambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×