Hugmyndafræðin Þorsteinn Pálsson skrifar 24. október 2009 06:00 Stóra spurningin er þessi: Er það í raun og veru svo að þetta hugmyndafræðilega gap skilji flokka og kjósendur að? Margt bendir til að svo sé ekki í þeim mæli sem gefið er í skyn. Skýrasta vísbendingin lýtur að norræna velferðarhugtakinu. Við myndun ríkisstjórnarinnar var það gert að eins konar tákni um afgerandi pólitísk umskipti. Það var kynnt sem nýjung í íslenskri pólitík. Í því var ennfremur fólgið mikið fyrirheit um að nú ætti að færa þjóðfélagið frá hægri til vinstri. Þegar betur er að gáð er norræna velferðarkerfið málamiðlun ólíkra stjórnmálaflokka sem í tímans rás hafa færst nær miðjunni. Hér á Íslandi varð Sjálfstæðisflokkurinn til að mynda miklu stærri en hægriflokkar á Norðurlöndum fyrir þá sök að Ólafur Thors gerði strax í öndverðu innanflokks málamiðlun milli athafnafrelsis og velferðar að norrænum hætti. Þegar ríkisstjórnin kynnti norræna velferðarhugtakið til sögunnar sem nýmæli hefðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins því allt eins getað sagt: Eins og talað út úr okkar hjarta. Með öðrum orðum: Það er löngu liðin tíð að norræna velferðarhugtakið sé merkimiði til vinstri. Þvert á móti: Það hefur í áratugi verið ímynd sameiningar en ekki sundrungar í íslenskum stjórnmálum. Annað dæmi um pólitíska samloðun: Við stjórnarmyndunina féllust forystumenn VG á að gera endurreisnaráætlunina sem Sjálfstæðisflokkurinn vann með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að grundvelli stefnunnar í efnahags- og ríkisfjármálum. Atburðir síðustu vikna benda að vísu til að óvíst sé að bakland VG hafi úthald til að bregða í svo veigamiklum atriðum frá grundvallarstefnu flokksins. Á hinn veginn sýnir sú staðreynd að forystumenn VG gengust inn á þennan grundvöll að hugmyndafræðilega gjáin í íslenskum stjórnmálum er ekki jafn djúp og breið og virðist við fyrstu sýn. Þeirri ímynd er haldið á lofti fremur til að treysta völd en að ryðja framfaramálum braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Stóra spurningin er þessi: Er það í raun og veru svo að þetta hugmyndafræðilega gap skilji flokka og kjósendur að? Margt bendir til að svo sé ekki í þeim mæli sem gefið er í skyn. Skýrasta vísbendingin lýtur að norræna velferðarhugtakinu. Við myndun ríkisstjórnarinnar var það gert að eins konar tákni um afgerandi pólitísk umskipti. Það var kynnt sem nýjung í íslenskri pólitík. Í því var ennfremur fólgið mikið fyrirheit um að nú ætti að færa þjóðfélagið frá hægri til vinstri. Þegar betur er að gáð er norræna velferðarkerfið málamiðlun ólíkra stjórnmálaflokka sem í tímans rás hafa færst nær miðjunni. Hér á Íslandi varð Sjálfstæðisflokkurinn til að mynda miklu stærri en hægriflokkar á Norðurlöndum fyrir þá sök að Ólafur Thors gerði strax í öndverðu innanflokks málamiðlun milli athafnafrelsis og velferðar að norrænum hætti. Þegar ríkisstjórnin kynnti norræna velferðarhugtakið til sögunnar sem nýmæli hefðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins því allt eins getað sagt: Eins og talað út úr okkar hjarta. Með öðrum orðum: Það er löngu liðin tíð að norræna velferðarhugtakið sé merkimiði til vinstri. Þvert á móti: Það hefur í áratugi verið ímynd sameiningar en ekki sundrungar í íslenskum stjórnmálum. Annað dæmi um pólitíska samloðun: Við stjórnarmyndunina féllust forystumenn VG á að gera endurreisnaráætlunina sem Sjálfstæðisflokkurinn vann með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að grundvelli stefnunnar í efnahags- og ríkisfjármálum. Atburðir síðustu vikna benda að vísu til að óvíst sé að bakland VG hafi úthald til að bregða í svo veigamiklum atriðum frá grundvallarstefnu flokksins. Á hinn veginn sýnir sú staðreynd að forystumenn VG gengust inn á þennan grundvöll að hugmyndafræðilega gjáin í íslenskum stjórnmálum er ekki jafn djúp og breið og virðist við fyrstu sýn. Þeirri ímynd er haldið á lofti fremur til að treysta völd en að ryðja framfaramálum braut.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun