Klökkar kærleikskveðjur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 28. desember 2009 06:00 Aðventustreitan kom eins og himnasending inn í kalið hjarta samfélagsins. Að minnsta kosti frá síðustu jólum höfðum við mest verið fjúkandi reið, bitur, sár, dofin og brjáluð; það eitt og sér er sligandi til lengdar. Svo jólaannirnar voru þrátt fyrir allt kærkomið tækifæri fyrir væmnu tilfinningarnar sem höfðu legið næstum ónotaðar í brjóstkassanum of lengi. Enda voru þær dálítið stirðar í gang svo um tíma vaknaði uggur um að allar sykursætar kenndir hefðu hrunið með genginu en sá ótti reyndist sem betur fer ástæðulaus. Því einmitt í desember er upplagt að klökkna svolítið. Eftir allt saman reyndist mitt eigið hjartnæma tilfinningaróf mjög vel nothæft, það uppgötvaðist á sérstakri jólafimleikasýningu Gróttu. Þar táraðist ég auðvitað yfir minni eigin dóttur sem er sjálfsagður réttur hverrar móður, hvað hún var hugrökk, sterk og fim, svona lítil! Og fyrst ég var nú einu sinni komin í gang þá grét ég líka hástöfum yfir öllum hinum fimleikabörnunum sem eru tvö hundruð talsins. Það var aggasmá vandræðalegt að grenja svona yfir að ókunnugir unglingar gætu farið í splitt og brú, en útrásin var á við marga fokdýra sálfræðitíma. Undir hjartahlýju og umburðarlyndi desembermánaðar kyntu svo jólalögin alla daga, skreytt með röndóttum brjóstsykurstöfum, glimmeri og piparkökum. Og yfir nógu var að klökkna til viðbótar við börnin, til dæmis hjálparstofnunum, eldgömlum jólaföndurskreytingum, ástríkum kveðjum í Ríkisútvarpinu, friðargöngu á Þorláksmessu og sígildri endursýningu heima í stofu á Love Actually. Eftir markvissan upptakt að jólum allan mánuðinn er endir bundinn á dásemdirnar einmitt í dag. Í fréttatímum dagsins verður skautað hratt yfir sætu fréttirnar og krúttlegu stemminguna sem er líka kannski að verða dáldið þreytt, því öll áherslan verður á æsispennandi hátíðarútgáfu af umræðum um Icesave. Tíðindi dagsins verða þannig álíka jólaleg og hressileg gubbupest. Óþarfa ást á mannkyni öllu ætti því ekki að há okkur mikið lengur. Sjálfri mér til hróss vil ég taka fram að þetta er í eina og síðasta skiptið í bakþönkum mínum sem ég skrifa orðið Icesave. Kærar þakkir fyrir að umbera pistlana mína svona lengi en eftir næstum fjögurra ára regluleg skrif í þennan dálk hef ég nú ákveðið að segja þetta gott. Takk fyrir ótal kveðjur, takk fyrir mörg bréfin, takk fyrir öll fallegu orðin. Og nú klökkna ég smá að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun
Aðventustreitan kom eins og himnasending inn í kalið hjarta samfélagsins. Að minnsta kosti frá síðustu jólum höfðum við mest verið fjúkandi reið, bitur, sár, dofin og brjáluð; það eitt og sér er sligandi til lengdar. Svo jólaannirnar voru þrátt fyrir allt kærkomið tækifæri fyrir væmnu tilfinningarnar sem höfðu legið næstum ónotaðar í brjóstkassanum of lengi. Enda voru þær dálítið stirðar í gang svo um tíma vaknaði uggur um að allar sykursætar kenndir hefðu hrunið með genginu en sá ótti reyndist sem betur fer ástæðulaus. Því einmitt í desember er upplagt að klökkna svolítið. Eftir allt saman reyndist mitt eigið hjartnæma tilfinningaróf mjög vel nothæft, það uppgötvaðist á sérstakri jólafimleikasýningu Gróttu. Þar táraðist ég auðvitað yfir minni eigin dóttur sem er sjálfsagður réttur hverrar móður, hvað hún var hugrökk, sterk og fim, svona lítil! Og fyrst ég var nú einu sinni komin í gang þá grét ég líka hástöfum yfir öllum hinum fimleikabörnunum sem eru tvö hundruð talsins. Það var aggasmá vandræðalegt að grenja svona yfir að ókunnugir unglingar gætu farið í splitt og brú, en útrásin var á við marga fokdýra sálfræðitíma. Undir hjartahlýju og umburðarlyndi desembermánaðar kyntu svo jólalögin alla daga, skreytt með röndóttum brjóstsykurstöfum, glimmeri og piparkökum. Og yfir nógu var að klökkna til viðbótar við börnin, til dæmis hjálparstofnunum, eldgömlum jólaföndurskreytingum, ástríkum kveðjum í Ríkisútvarpinu, friðargöngu á Þorláksmessu og sígildri endursýningu heima í stofu á Love Actually. Eftir markvissan upptakt að jólum allan mánuðinn er endir bundinn á dásemdirnar einmitt í dag. Í fréttatímum dagsins verður skautað hratt yfir sætu fréttirnar og krúttlegu stemminguna sem er líka kannski að verða dáldið þreytt, því öll áherslan verður á æsispennandi hátíðarútgáfu af umræðum um Icesave. Tíðindi dagsins verða þannig álíka jólaleg og hressileg gubbupest. Óþarfa ást á mannkyni öllu ætti því ekki að há okkur mikið lengur. Sjálfri mér til hróss vil ég taka fram að þetta er í eina og síðasta skiptið í bakþönkum mínum sem ég skrifa orðið Icesave. Kærar þakkir fyrir að umbera pistlana mína svona lengi en eftir næstum fjögurra ára regluleg skrif í þennan dálk hef ég nú ákveðið að segja þetta gott. Takk fyrir ótal kveðjur, takk fyrir mörg bréfin, takk fyrir öll fallegu orðin. Og nú klökkna ég smá að lokum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun