Rhein-Neckar Löwen er eitt sjö félaga sem hefur neitað að gefa sínum leikmönnum leyfi til að taka þátt í leik Króatíu og heimsúrvalsins í byrjun desember næstkomandi.
Samtök stærstu handboltafélaga Evrópu, Group Club Handball, kom saman á fundi í Madríd í vikunni þar sem þetta var ákveðið.
Ástæðan er sú að samtökin komust ekki að samkomulagi við Alþjóða handknattleikssambandið um tryggingarmál leikmanna, greiðslu á þóknun til félaganna auk þess sem dagsetning leiksins þótti óhentug.
Enn fremur sögðu samtökin að nema að aðilar myndu ná sátt um þessi atriði myndu leikmenn á vegum félaga í samtökunum ekki taka þátt í neinum atburðum á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF.
Félögin sem ekki ætla að leyfa leikmönnum sínum að fara til Króatíu eru Ciudad Real, Flensburg, Hamburg, Kiel, Lemgo, Rhein-Neckar Löwen, Montpellier og Kadetten Schaffhausen.
Guðjón Valur og Ólafur fá ekki að spila með heimsúrvalinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
