Joan Laporta hefur staðfest að Barcelona sé við það að ganga frá samningum við framherjann Keirrison hjá Palmeiras í Brasilíu.
Hinn tvítugi Keirrison kom til Palmeiras í janúar og hefur vakið athygli fyrir góðan leik.
„Við höfum fylgst lengi með Keirrison og samningaviðræður eru langt komnar. Ég á von á því að við getum brátt tilkynnt um félagsskiptin," segir Laporta, forseti Barcelona, í samtali við spænska fjölmiðla.