Landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson hjá U-21 árs landsliði karla í fótbolta hefur valið landsliðshópinn sem mætir Norður-Írum í undankeppni EM 2011 þriðjudaginn 8. september næstkomandi en leikið verður ytra.
Íslensku strákarnir hafa leikið einn leik í undanriðlinum til þessa en hann tapaðist gegn Tékkum 0-2 á KR-vellinum um miðjan ágúst.
Norður-Írar mæta einmitt Tékkum á föstudaginn í Tékklandi.
Landsliðshópur Íslands:
Markmenn:
Haraldur Björnsson (Valur)
Óskar Pétursson (Grindavík)
Varnarmenn:
Hólmar Örn Eyjólfsson (West Ham United)
Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Jón Guðni Fjóluson (Fram)
Miðjumenn:
Birkir Bjarnason (Viking)
Bjarni Þór Viðarsson (KSV Roselare)
Aron Einar Gunnarsson (Coventry)
Jóhann Berg Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik)
Almarr Ormarsson (Fram)
Guðlaugur Victor Pálsson (Liverpool)
Sóknarmenn:
Rúrik Gíslason (Viborg)
Kolbeinn Sigþórsson (AZ Alkmaar)
Alfreð Finnbogason (Breiðablik)