Læknar sem sjá um Felipe Massa á spítla í Búdapest eftir slys tímatökum á
laugardaginn segja að líðan hans sé stöðug og fyrstu
merki um að hann nái fullri heilsu séu jákvæð. Þó sé enn of snemmt að
fullyrða stöðu hans.
Massa fór í neyðaraðgerð eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í árekstri á
laugardaginn. Massa hefur verið haldið sofandi, en vakinn upp annað
slagið til að fylgjast með líðan hans. Læknar segja hann geta hreyft
hendur og fætur, sem vísar á það að hann hafi ekki orðið fyrir
heilaskemmdum í óhappinu. Hann er sagður skilja það sem er sagt við hann,
en hefur ekki talað enn sem komið er.
Líkami Massa verður settur í svokallaðan CT skanna í dag til að kanna
ástand hans betur. Þú læknar séu jákvæðir, þá vilja þeir ekkert fullyrða
um ástand Massa fyrr en hann hefur verið vakinn upp að fullu, sem gæti
orðið á morgun.
Massa braggast hægt og rólega
