Danska Tipsbladet hefur valið Rúrik Gíslason í lið ágústmánaðar í dönsku úrvalsdeildinni en Rúrik hefur leikið frábærlega með Odense Boldklub. Rúrik fór á kostum í landsleik Íslendinga og Norðmanna á laugardaginn og sýndi þá hversu öflugur leikmaður hann er orðinn.
Tipsbladet segir í umfjöllun sinni um Rúrik að hann hafi þegar unnið hug og hjörtu stuðningsmanna OB og að það sé erfitt að sjá hvað stoppi hann. Rúrik er hrósað bæði fyrir sóknarleik og varnarleik og Tipsbladet er á því að kaup OB hafi þegar borgað sig. Odense Boldklub keypti Rúrik frá Viborg FF í haust.
Odense Boldklub er sem stendur í 3.til 4. sæti deidlarinnar þremur stigum á eftir toppliði AGF. Rúrik er einn af þremur liðsmönnum OB sem er í liði ágústmánaðar en hinir eru varnarmaðurinn Espen Ruud og sóknarmaðurinn Peter Utaka.
Lið ágústmánaðar í dönsku úrvalsdeildinni:
Markmaður:
Karim Zaza, AaB
Varnarmenn:
Espen Ruud, OB
Nicolai Höegh, Esbjerg
Kjetil Wæhler, AaB
Michael Lumb, AGF
Miðjumenn:
Fabinho, HB Køge
Jakob Poulsen, AGF
Jeseper Jörgensen, Esbjerg
Rúrik Gíslason, OB
Sóknarmenn
Ailton, FC Kaupmannahöfn
Peter Utaka, OB