Ný framtíðarsýn 8. apríl 2009 06:00 Vigdís Hauksdóttir skrifar um uppbyggingu samfélagsins Fortíðinni breytum við ekki en á framtíðina getum við haft áhrif. Á haustdögum varð hér kerfishrun. Allt traust hvarf á sama tíma. Við svona atburði verður að fara í endurskoðun á öllum stoðum samfélagsins. Ísland er lýðræðisríki með þingbundinni stjórn. Framtíðarsýn okkar framsóknarmanna er skýr, hún byggir á nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaþing hefur sett. Án þess að ákveða fyrirfram innihald þeirrar stjórnarskrár má fullyrða að hún muni byggjast á stjórnarskrárformi lýðræðisríkja með fullkominni þrígreiningu ríkisvaldsins og valdtemprunarhugmyndum Montesquieu að löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eiga að vera fullkomlega sjálfstæð og tempra vald hvers annars. Hljóti tillögur okkar framsóknarmanna um niðurfellingu skulda heimila og fyrirtækja brautargengi má sjá til lands. Við teljum að með niðurfellingu þeirra sé verið að skapa svigrúm til að takast á við efnahagshrunið. Við getum ekki bundið þegna okkar í áframhaldandi skuldafangelsi með lengingu lána og skuldbreytingum. Flestar lánaforsendur eru brostnar og því verður að grípa til áður óþekktra aðgerða. Ekki er nóg að fella niður skuldir því hér verður að tryggja atvinnu samhliða. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið atvinnumálaflokkur og haft hátt atvinnustig þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér verða allir vinnubærir einstaklingar að hafa atvinnu. Lítil og meðalstór fyrirtæki skipta hér mestu ásamt nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Við þurfum að efla fyrirtæki í framleiðslu sem eru að framleiða raunverulega og áþreifanlega vöru en ekki afurð sem byggð er á lofti eða bleki á pappír. Hlúa þarf að þeim fyrirtækjum sem þegar eru í atvinnuskapandi rekstri og eru að skapa verðmæti. Við viljum skynsama og hagkvæma nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á gnótt auðlinda og þær látum við aldrei af hendi til annarra þjóða. Með skynsamlegri auðlindastjórn komum við Íslandi aftur þangað sem við eigum að vera – að vera þjóð meðal þjóða. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir skrifar um uppbyggingu samfélagsins Fortíðinni breytum við ekki en á framtíðina getum við haft áhrif. Á haustdögum varð hér kerfishrun. Allt traust hvarf á sama tíma. Við svona atburði verður að fara í endurskoðun á öllum stoðum samfélagsins. Ísland er lýðræðisríki með þingbundinni stjórn. Framtíðarsýn okkar framsóknarmanna er skýr, hún byggir á nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaþing hefur sett. Án þess að ákveða fyrirfram innihald þeirrar stjórnarskrár má fullyrða að hún muni byggjast á stjórnarskrárformi lýðræðisríkja með fullkominni þrígreiningu ríkisvaldsins og valdtemprunarhugmyndum Montesquieu að löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eiga að vera fullkomlega sjálfstæð og tempra vald hvers annars. Hljóti tillögur okkar framsóknarmanna um niðurfellingu skulda heimila og fyrirtækja brautargengi má sjá til lands. Við teljum að með niðurfellingu þeirra sé verið að skapa svigrúm til að takast á við efnahagshrunið. Við getum ekki bundið þegna okkar í áframhaldandi skuldafangelsi með lengingu lána og skuldbreytingum. Flestar lánaforsendur eru brostnar og því verður að grípa til áður óþekktra aðgerða. Ekki er nóg að fella niður skuldir því hér verður að tryggja atvinnu samhliða. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið atvinnumálaflokkur og haft hátt atvinnustig þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér verða allir vinnubærir einstaklingar að hafa atvinnu. Lítil og meðalstór fyrirtæki skipta hér mestu ásamt nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Við þurfum að efla fyrirtæki í framleiðslu sem eru að framleiða raunverulega og áþreifanlega vöru en ekki afurð sem byggð er á lofti eða bleki á pappír. Hlúa þarf að þeim fyrirtækjum sem þegar eru í atvinnuskapandi rekstri og eru að skapa verðmæti. Við viljum skynsama og hagkvæma nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á gnótt auðlinda og þær látum við aldrei af hendi til annarra þjóða. Með skynsamlegri auðlindastjórn komum við Íslandi aftur þangað sem við eigum að vera – að vera þjóð meðal þjóða. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar