Við áramót Bergsteinn Sigurðsson skrifar 30. desember 2009 06:00 Í árslok er hefð fyrir því að horfa yfir farinn veg og gera upp árið. Yfirleitt hef ég haft gaman af upprifjunum fjölmiðla af vettvangi þjóðmála. Í ár er svo komið að mér býður við tilhugsuninni um að líta um öxl, langar einna helst að setja undir mig höfuðið og taka á harðasprett inn í framtíðina og vona að mér takist að hrista af mér helstu deilumál ársins sem er að líða. Eins þrúgandi og þetta ár hefur verið, var það engu að síður merkilega fljótt að líða. Mér finnst til dæmis eins og það hafi verið í gær sem ég horfði á eldana loga fyrir framan Alþingishúsið. Ég stóð við hliðina á blaðamanni frá Mogganum, sem þáði egg af ungum rithöfundi sem kom þar aðvífandi og kastaði því í tignarlegum fleygboga í þinghúsið. Ég hleypti brúnum. Þegar Moggablaðamenn eru farnir að kasta eggjum í þinghúsið hefur grundvallarbreyting átt sér stað í íslensku samfélagi; eitthvað er ekki eins og það er yfirleitt og verður það mögulega aldrei aftur. Búsáhaldabyltingin var einn merkilegasti atburður sem ég hef orðið vitni að og tvímælalaust atburður; afsprengi fullkomlega dómgreindarlausrar ríkisstjórnar sem þekkti ekki sinn vitjunartíma og bar enga virðingu fyrir þörfinni á pólitísku uppgjöri í kjölfar bankahrunsins. Endalok hennar voru aðeins tímaspursmál en það voru mótmælin við Austurvöll sem endanlega knésettu stjórnina. Eftirmál Búsáhaldabyltingarinnar voru því miður ekki jafn mikil og góð og margir bundu vonir við, enda kannski ekki við því að búast af ósjálfráðu viðbragði sem mótmælin voru. Áhrif þeirra voru bundin við að koma ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá völdum. Lengra náðu þau ekki, þótt nokkrir sundurleitir lukkuriddarar hafa reynt að eigna sér heiðurinn af mótmælunum til að tryggja sér brautargengi í kosningum. Seinni hluti ársins 2009 hefur verið ein samfelld klasasprengja vonbrigða. Vinnubrögðin á þingi hafa mögulega aldrei verið jafn óþolandi og orð aldrei verið jafn ódýr. Það þarf hvorki að grafa djúpt né lengi til að finna áþreifanleg dæmi þess. Í dag eru sagðar líkur á að Icesave-málið verði loksins til lykta leitt. Þeim mörgu sem vona að þar með komi þeir ekki til með að heyra neitt af því í bili verður þó trauðla að ósk sinni. Leiðin til heljar er vörðuð góðum ásetningi, er stundum sagt. Á nýju ári vona ég að þessir 63 þingmenn leggi aðeins minni áherslu á hvað þeir eru velmeinandi, heldur gefi því meiri gaum hvert þeir eru að fara með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Í árslok er hefð fyrir því að horfa yfir farinn veg og gera upp árið. Yfirleitt hef ég haft gaman af upprifjunum fjölmiðla af vettvangi þjóðmála. Í ár er svo komið að mér býður við tilhugsuninni um að líta um öxl, langar einna helst að setja undir mig höfuðið og taka á harðasprett inn í framtíðina og vona að mér takist að hrista af mér helstu deilumál ársins sem er að líða. Eins þrúgandi og þetta ár hefur verið, var það engu að síður merkilega fljótt að líða. Mér finnst til dæmis eins og það hafi verið í gær sem ég horfði á eldana loga fyrir framan Alþingishúsið. Ég stóð við hliðina á blaðamanni frá Mogganum, sem þáði egg af ungum rithöfundi sem kom þar aðvífandi og kastaði því í tignarlegum fleygboga í þinghúsið. Ég hleypti brúnum. Þegar Moggablaðamenn eru farnir að kasta eggjum í þinghúsið hefur grundvallarbreyting átt sér stað í íslensku samfélagi; eitthvað er ekki eins og það er yfirleitt og verður það mögulega aldrei aftur. Búsáhaldabyltingin var einn merkilegasti atburður sem ég hef orðið vitni að og tvímælalaust atburður; afsprengi fullkomlega dómgreindarlausrar ríkisstjórnar sem þekkti ekki sinn vitjunartíma og bar enga virðingu fyrir þörfinni á pólitísku uppgjöri í kjölfar bankahrunsins. Endalok hennar voru aðeins tímaspursmál en það voru mótmælin við Austurvöll sem endanlega knésettu stjórnina. Eftirmál Búsáhaldabyltingarinnar voru því miður ekki jafn mikil og góð og margir bundu vonir við, enda kannski ekki við því að búast af ósjálfráðu viðbragði sem mótmælin voru. Áhrif þeirra voru bundin við að koma ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá völdum. Lengra náðu þau ekki, þótt nokkrir sundurleitir lukkuriddarar hafa reynt að eigna sér heiðurinn af mótmælunum til að tryggja sér brautargengi í kosningum. Seinni hluti ársins 2009 hefur verið ein samfelld klasasprengja vonbrigða. Vinnubrögðin á þingi hafa mögulega aldrei verið jafn óþolandi og orð aldrei verið jafn ódýr. Það þarf hvorki að grafa djúpt né lengi til að finna áþreifanleg dæmi þess. Í dag eru sagðar líkur á að Icesave-málið verði loksins til lykta leitt. Þeim mörgu sem vona að þar með komi þeir ekki til með að heyra neitt af því í bili verður þó trauðla að ósk sinni. Leiðin til heljar er vörðuð góðum ásetningi, er stundum sagt. Á nýju ári vona ég að þessir 63 þingmenn leggi aðeins minni áherslu á hvað þeir eru velmeinandi, heldur gefi því meiri gaum hvert þeir eru að fara með okkur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun