Handbolti

Guðmundur tilkynnir landsliðshópinn sem mætir Belgíu á miðvikudag

Ómar Þorgeirsson skrifar
Heiðmar Felixsson er í sautján manna hópnum sem mætir Belgíu.
Heiðmar Felixsson er í sautján manna hópnum sem mætir Belgíu. Mynd/Hari

Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur valið þá sautján leikmenn sem munu mæta Belgíu í undankeppni EM 2010 en leikurinn fer fram í Belgíu á miðvikudaginn næstkomandi.

Ísland er í efsta sæti í 3. riðli undankeppninnar ásamt Noregi en þjóðirnar hafa báðar unnið þrjá leiki og gerðu svo jafntefli í Noregi, 31-31, í byrjun nóvember á síðasta ári. Norðmenn koma svo í heimsókn í Laugardalshöll 14. júní.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Bittenfeld

Hreiðar Levý Guðmundsson, Sävehof

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Flensburg

Andri Stefan Guðrúnarson, Haukum

Aron Pálmarsson, FH

Fannar Friðgeirsson, Val

Guðjón Valur Siguðrsson, Rhein-Neckar Löwen

Heiðmar Felixsson, Hannover-Burgdorf

Ingimundur Ingimundarson, Minden

Ragnar Óskarsson, Dunkerque

Róbert Gunnarsson, Gummersbach

Rúnar Kárason, Fram

Sigurbergur Sveinsson, Haukum

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Sverre Jakobsson, HK

Vignir Svavarsson, Lemgo

Þórir Ólafsson, Lübbecke

Guðmundur valdi upphaflega tuttugu og einn leikmann til æfinga fyrir leikina gegn Belgíu og Noregi en Árni Þór Sigtryggson, Stefán Baldvin Stefánsson, Kári Kristján Kristjánsson og Freyr Brynjarsson sitja hjá að þessu sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×