Hamilton stefnir á sigur í Abu Dhabi 1. nóvember 2009 09:06 Fremstu menn á ráslínu í dag. Sebastian Vettel, Lewis Hamilton og Mark Webber. Fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram í Abu Dhabi og Bretinn Lewis Hamilton náði afburðar tíma í tímatökum í gær og verður fremstur á ráslínu. Ræst verður af stað í dagsbirtu, en mótinu lýkur í náttmyrkri og flóðljósum. Kapparnir sen voru atkvæðamestir í titilslagnum eru á eftir Hamilton á ráslínu, Sebatian Vettel, Mark Webber, Rubens Barrichello og Jenson Button og því horfur á spennandi keppni. Brautin er stórkostlegt mannvirki og ökumenn dásama legur hennar. "Það getur allt gerst í kappakstrinum, en við erum samt með mjög samkeppnisfæran bíl. Ég var aldrei í vafa um að ég næði ekki besta tíma. Það small allt saman. Ég, bíllinn og dekkin", sagði Hamilton um aksturinn í gær, en hann var nærri 0.7 sekúndum á undan Vettel. Hamilton er með KERS kerfi í bílnum sem þýðir að hann fær 80 aukahestöfl í 7 sekúndur í hverjum hring og var að nota hluta þess afls á mismunandi stöðum í brautinni í gær. "Kerfið gefur mér 0.4 sekúndur í tímatökum í hverjum hring og skilaði sér vel á brautinni. En mest um vert er að allur bíllinn er góður og hefur aldrei verið betri á þessu keppnistímabili. Ég ætla að klára dæmið í kappakstrinum", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.30 í opinni dagskrá. Hitað verður upp fyrir kappaksturinn og m.a. rætt við Íslendinga á mótsstað. Þá verður þátturinn Endamarkið á dagskrá k.. 15.15 og verður farið yfir allt sem gerðist í mótinu og spáð í spilin fyrir árið 2010. Sjá tölfræði og brautarlýsingu Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið fer fram í Abu Dhabi og Bretinn Lewis Hamilton náði afburðar tíma í tímatökum í gær og verður fremstur á ráslínu. Ræst verður af stað í dagsbirtu, en mótinu lýkur í náttmyrkri og flóðljósum. Kapparnir sen voru atkvæðamestir í titilslagnum eru á eftir Hamilton á ráslínu, Sebatian Vettel, Mark Webber, Rubens Barrichello og Jenson Button og því horfur á spennandi keppni. Brautin er stórkostlegt mannvirki og ökumenn dásama legur hennar. "Það getur allt gerst í kappakstrinum, en við erum samt með mjög samkeppnisfæran bíl. Ég var aldrei í vafa um að ég næði ekki besta tíma. Það small allt saman. Ég, bíllinn og dekkin", sagði Hamilton um aksturinn í gær, en hann var nærri 0.7 sekúndum á undan Vettel. Hamilton er með KERS kerfi í bílnum sem þýðir að hann fær 80 aukahestöfl í 7 sekúndur í hverjum hring og var að nota hluta þess afls á mismunandi stöðum í brautinni í gær. "Kerfið gefur mér 0.4 sekúndur í tímatökum í hverjum hring og skilaði sér vel á brautinni. En mest um vert er að allur bíllinn er góður og hefur aldrei verið betri á þessu keppnistímabili. Ég ætla að klára dæmið í kappakstrinum", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12.30 í opinni dagskrá. Hitað verður upp fyrir kappaksturinn og m.a. rætt við Íslendinga á mótsstað. Þá verður þátturinn Endamarkið á dagskrá k.. 15.15 og verður farið yfir allt sem gerðist í mótinu og spáð í spilin fyrir árið 2010. Sjá tölfræði og brautarlýsingu
Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira