Werder Bremen og Wolfsburg skildu í dag jöfn, 2-2, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en sex leikir fóru fram í deildinni í dag.
Bremen er á toppi deildarinnar með 27 stig, rétt eins og Bayer Leverkusen sem getur komið sér í þriggja stiga forystu á toppnum með sigri á Stuttgart á morgun.
Edin Dzeko skoraði bæði mörk Wolfsburg í leiknum og kom sínum mönnum í 2-1 á 85. mínútu leiksins. Per Mertesacker jafnaði hins vegar metin á lokamínútu leiksins.
Wolfsburg er í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig.
Úrslit dagsins:
Gladbach - Schalke 1-0
Hoffenheim - Dortmund 1-2
Hertha - Frankfurt 1-3
Mainz - Hamburg 1-1
Nürnberg - Freiburg 0-1
Bremen - Wolfsburg 2-2