Að fara með fjöregg þjóðarinnar Katrín Júlíusdóttir skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Ein af frumskyldum kjörinna fulltrúa er að tryggja rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Heimilin í landinu eiga afkomu sína og atvinnu undir því að fyrirtækin gangi og atvinnulífið skapi þau verðmæti sem standa undir öryggisneti samfélagsins, menntun og heilbrigðiskerfi. Sé þetta fjöregg í hættu verða stjórnmálamenn að meta afleiðingar mismunandi aðgerða eða aðgerðaleysis og taka svo ákvörðun þótt erfið sé. Setja verður velferð heimila og fyrirtækja framar bæði persónum og flokkslínum. Íslendingar glíma við gjaldeyriskreppu í kjölfar þess að fjármálakerfið hrundi og bera erlendir kröfuhafar, allt frá bönkum til lífeyrissjóða og líknarstofnana, miklar afskriftir af skuldum íslenskra aðila. Hvorki skuldsett atvinnulíf né heimili þola frekara hrun krónunnar og endurreisnin er óhugsandi verði alþjóðlegir lánsfjármarkaðir lokaðir til langs tíma. Eina endurreisnaráætlunin sem í boði erAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn er engin hjálparsamtök og aðferðir hans eru umdeildar. Hann er samt eini aðilinn sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar við lausn gjaldeyriskreppa. Aðkoma AGS er því forsenda aðstoðar frá öðrum þjóðum. Vegna þessa er sú áætlun um endurreisn, sem unnin var í samvinnu íslenskra stjórnvalda, Seðlabankans og AGS, um leið kjarninn í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Á henni hvílir líka stöðugleikasáttmáli aðila á vinnumarkaði og viðræður um þátt lífeyrissjóða í endurreisninni. Enginn hefur bent á aðra færa leið né kynnt áætlun í hennar stað. Óvissunni verður að linnaAnnar áfangi áætlunarinnar miðar að því að ljúka óvissutímabilinu og leggja grunn að endurheimt trausts. Hann felur í sér aðskilnað gömlu og nýju bankanna, endurfjármögnun bankakerfisins, samninga við erlenda kröfuhafa og innstæðueigendur, rannsókn hrunsins og uppbyggingu gjaldeyrisforða. Frekari dráttur á lokum þessa áfanga er okkur dýr. Rótgróin og traust fyrirtæki sem tapað hafa áratugagömlum viðskiptasamböndum eða þurfa að staðgreiða hefðbundnum birgjum geta vitnað um það. Fyrirtæki sem leita endurfjármögnunar lána eða fyrirgreiðslu til uppbyggingar þekkja afleiðingarnar. Fórnarkostnaðurinn kemur loks fram hjá heimilum í formi atvinnuleysis og verri lífskjara. Við óskum þess örugglega öll að frágangur ábyrgða á innstæðutryggingum hefði engin áhrif á endurreisnina. En veruleikinn er annar og þótt sárt sé verðum við að vinna út frá honum. Þar sem ríkisábyrgð á Icesave-láninu er eitt erfiðasta mál sem komið hefur á borð íslenskra stjórnvalda og stjórnsýslunnar hefur mikilli orku og tíma verið varið í skoðun á öllum hliðum þess og stöðu Íslendinga. Málið varðar miklar skuldbindingar á næstu fimmtán árum og til að gæta ítrustu varfærni hafa bæði Seðlabankinn og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands metið greiðslugetu ríkisins. Ekkert bendir til að þetta verði okkur létt en í því sambandi skiptir mestu hvernig til tekst með endurreisn atvinnulífsins. Við verðum því að einhenda okkur í uppbyggingarstarfið í stað þess að gefast upp andspænis verkefninu. Í samningnum sjálfum eru endurskoðunarákvæði og við munum í framtíðinni, rétt eins og nú, geta höfðað til vinaþjóða okkar um endurskoðun og endurútdeilingu byrðanna af hruni fjármálakerfis heimsins, reynist bagginn of þungur. Hvað er undir í Icesave-málinu?Vandinn við umræðuna er meðal annars sá að á meðan hægt er að reikna kostnaðinn miðað við fyrirliggjandi samningstexta er fórnarkostnaðurinn við að ljúka ekki 2. áfanga endurreisnarinnar óþekkt stærð fyrir flesta. Alvarlegast er að halda að hann sé enginn. Sérfræðingar hafa bent á það opinberlega að bæði traust á íslensku efnahags- og atvinnulífi og lánshæfiseinkunn Íslands sé undir. Þar með eru samstarf við AGS og vinaþjóðir og gengi gjaldmiðilsins, sumsé sjálfar forsendurnar fyrir uppbyggingunni. Við getum deilt um hve mikill fórnarkostnaðurinn verður eða hve lengi samfélaginu mun blæða en við megum ekki taka áhættu með rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Samþykkt á hundraða milljarða ríkis-ábyrgð verður engum þingmanni léttbær en fyrr eða síðar verður að horfast í augu við kostina. Verjum framtíð barnanna okkarKjarninn í endurreisnaráætluninni er sá að við berum sem mest af kostnaðinum við hrunið á allra næstu árum um leið og áherslan er á hraða uppbyggingu og vörn fyrir hina verst settu. Markmiðið er að vinna okkur út úr erfið-leikunum á sem skemmstum tíma í stað þess að velta vandanum á undan okkur. Þetta verður erfitt og við horfum nú fram á harðan vetur þar sem botninum verður vonandi náð. En ég tel það skyldu okkar kynslóðar að ljúka tiltektinni svo við skilum ekki börnunum okkar einangruðu samfélagi hafta og stöðnunar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar búi í opnu samfélagi þar sem atvinnulífið á vaxtarfæri svo þau geti notið góðra lífskjara og öflugs velferðarkerfis. Velferðarstjórnin er mynduð til að tryggja að endurreisnin verði á félagslegum grunni og því tækifæri megum við ekki tapa. Höfundur er iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Ein af frumskyldum kjörinna fulltrúa er að tryggja rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Heimilin í landinu eiga afkomu sína og atvinnu undir því að fyrirtækin gangi og atvinnulífið skapi þau verðmæti sem standa undir öryggisneti samfélagsins, menntun og heilbrigðiskerfi. Sé þetta fjöregg í hættu verða stjórnmálamenn að meta afleiðingar mismunandi aðgerða eða aðgerðaleysis og taka svo ákvörðun þótt erfið sé. Setja verður velferð heimila og fyrirtækja framar bæði persónum og flokkslínum. Íslendingar glíma við gjaldeyriskreppu í kjölfar þess að fjármálakerfið hrundi og bera erlendir kröfuhafar, allt frá bönkum til lífeyrissjóða og líknarstofnana, miklar afskriftir af skuldum íslenskra aðila. Hvorki skuldsett atvinnulíf né heimili þola frekara hrun krónunnar og endurreisnin er óhugsandi verði alþjóðlegir lánsfjármarkaðir lokaðir til langs tíma. Eina endurreisnaráætlunin sem í boði erAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn er engin hjálparsamtök og aðferðir hans eru umdeildar. Hann er samt eini aðilinn sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar við lausn gjaldeyriskreppa. Aðkoma AGS er því forsenda aðstoðar frá öðrum þjóðum. Vegna þessa er sú áætlun um endurreisn, sem unnin var í samvinnu íslenskra stjórnvalda, Seðlabankans og AGS, um leið kjarninn í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Á henni hvílir líka stöðugleikasáttmáli aðila á vinnumarkaði og viðræður um þátt lífeyrissjóða í endurreisninni. Enginn hefur bent á aðra færa leið né kynnt áætlun í hennar stað. Óvissunni verður að linnaAnnar áfangi áætlunarinnar miðar að því að ljúka óvissutímabilinu og leggja grunn að endurheimt trausts. Hann felur í sér aðskilnað gömlu og nýju bankanna, endurfjármögnun bankakerfisins, samninga við erlenda kröfuhafa og innstæðueigendur, rannsókn hrunsins og uppbyggingu gjaldeyrisforða. Frekari dráttur á lokum þessa áfanga er okkur dýr. Rótgróin og traust fyrirtæki sem tapað hafa áratugagömlum viðskiptasamböndum eða þurfa að staðgreiða hefðbundnum birgjum geta vitnað um það. Fyrirtæki sem leita endurfjármögnunar lána eða fyrirgreiðslu til uppbyggingar þekkja afleiðingarnar. Fórnarkostnaðurinn kemur loks fram hjá heimilum í formi atvinnuleysis og verri lífskjara. Við óskum þess örugglega öll að frágangur ábyrgða á innstæðutryggingum hefði engin áhrif á endurreisnina. En veruleikinn er annar og þótt sárt sé verðum við að vinna út frá honum. Þar sem ríkisábyrgð á Icesave-láninu er eitt erfiðasta mál sem komið hefur á borð íslenskra stjórnvalda og stjórnsýslunnar hefur mikilli orku og tíma verið varið í skoðun á öllum hliðum þess og stöðu Íslendinga. Málið varðar miklar skuldbindingar á næstu fimmtán árum og til að gæta ítrustu varfærni hafa bæði Seðlabankinn og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands metið greiðslugetu ríkisins. Ekkert bendir til að þetta verði okkur létt en í því sambandi skiptir mestu hvernig til tekst með endurreisn atvinnulífsins. Við verðum því að einhenda okkur í uppbyggingarstarfið í stað þess að gefast upp andspænis verkefninu. Í samningnum sjálfum eru endurskoðunarákvæði og við munum í framtíðinni, rétt eins og nú, geta höfðað til vinaþjóða okkar um endurskoðun og endurútdeilingu byrðanna af hruni fjármálakerfis heimsins, reynist bagginn of þungur. Hvað er undir í Icesave-málinu?Vandinn við umræðuna er meðal annars sá að á meðan hægt er að reikna kostnaðinn miðað við fyrirliggjandi samningstexta er fórnarkostnaðurinn við að ljúka ekki 2. áfanga endurreisnarinnar óþekkt stærð fyrir flesta. Alvarlegast er að halda að hann sé enginn. Sérfræðingar hafa bent á það opinberlega að bæði traust á íslensku efnahags- og atvinnulífi og lánshæfiseinkunn Íslands sé undir. Þar með eru samstarf við AGS og vinaþjóðir og gengi gjaldmiðilsins, sumsé sjálfar forsendurnar fyrir uppbyggingunni. Við getum deilt um hve mikill fórnarkostnaðurinn verður eða hve lengi samfélaginu mun blæða en við megum ekki taka áhættu með rekstrargrundvöll atvinnulífsins. Samþykkt á hundraða milljarða ríkis-ábyrgð verður engum þingmanni léttbær en fyrr eða síðar verður að horfast í augu við kostina. Verjum framtíð barnanna okkarKjarninn í endurreisnaráætluninni er sá að við berum sem mest af kostnaðinum við hrunið á allra næstu árum um leið og áherslan er á hraða uppbyggingu og vörn fyrir hina verst settu. Markmiðið er að vinna okkur út úr erfið-leikunum á sem skemmstum tíma í stað þess að velta vandanum á undan okkur. Þetta verður erfitt og við horfum nú fram á harðan vetur þar sem botninum verður vonandi náð. En ég tel það skyldu okkar kynslóðar að ljúka tiltektinni svo við skilum ekki börnunum okkar einangruðu samfélagi hafta og stöðnunar. Við þurfum að tryggja að börnin okkar búi í opnu samfélagi þar sem atvinnulífið á vaxtarfæri svo þau geti notið góðra lífskjara og öflugs velferðarkerfis. Velferðarstjórnin er mynduð til að tryggja að endurreisnin verði á félagslegum grunni og því tækifæri megum við ekki tapa. Höfundur er iðnaðarráðherra.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar