Fótbolti

United vantaði sex leiki í að ná meti Bayern

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Besiktas fagna hér sigri sínum á Old Trafford í kvöld.
Leikmenn Besiktas fagna hér sigri sínum á Old Trafford í kvöld. Mynd/AFP
Manchester United var búið að leiki 23 heimaleiki í röð án þess að tapa í Meistaradeildinni þegar tyrkneska liðið Besiktas sótti þrjú stig á Old Trafford í kvöld. United hafði unnið alla heimaleiki sína frá því í september 2005.

United var farið að nálgast met Bayern Munchen sem lék 29 heimaleiki í röð án þess að tapa á árunum 1998 til 2002. Bayern vann 23 af þessum leikjum en tapaði síðan fyrir spænska liðinu Deportivo La Coruña, 2-3, í þrítugasta leiknum.

Arsenal á enn besta árangur ensk liðs í keppninni því liðið lék 24 heimaleiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa. Arsenal tapaði ekki heimaleik í keppninni frá árinu 2004 til þess að liðið tapaði 1-3 fyrir Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar síðasta vor.

Eftir tap United í kvöld er Chelsea það lið sem hefur leikið flesta heimaleiki í röð í keppninni án þess að tapa en Chelsea-liðið hefur unnið 15 leiki og gert 5 jafntefli í síðustu 20 heimaleikjum sínum í Meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×