Fótbolti

Eiður vildi ekki fagna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu á Stamford Bridge fyrir leikinn í gær.
Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu á Stamford Bridge fyrir leikinn í gær. Nordic Photos / Getty Images

Eiður Smári Guðjohnsen sagði í samtali við enska fjölmiðla í gærkvöldi að hann vildi ekki fagna með félögum sínum í Barcelona eftir leikinn við Chelsea.

Eiður lék í sex ár með Chelsea áður en hann var seldur til Barcelona árið 2006. Hann kom inn á sem varamaður fyrir Andres Iniesta undir lok leiksins sem var þá nýbúinn að skora jöfnunarmark Barcelona í leiknum og tryggja þar með Börsungum sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

„Þetta er erfitt," sagði Eiður. „Þetta var furðuleg tilfinning og vildi ég ekki fagna því margir strákanna voru bræður mínir í sex ár."

„En ég er auðvitað mjög ánægður fyrir hönd núverandi liðsfélaga mína. Knattspyrnan getur hins vegar verið grimm og Chelsea fékk að finna fyrir því. Það er erfitt að segja hvort við vorum betra liðið. Það er sagt að hver sé sinnar gæfu smiður og frammistaða okkar eftir að við urðum manni færri var aðdáunarverð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×