Hinn harði veruleiki Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 10. ágúst 2009 03:30 Snemmsumars þoldi ég ekki fleiri frásagnir af fjármálahneykslum og kreppu heldur þráði hið einfalda og hamingjusama líf þar sem áhyggjurnar snúast um hvort eigi að grilla aftur í kvöld eða ekki. Hin dásamlega sumarblíða ýtti undir draumsýn um yndislega daga í notalegu tjaldi við lítinn hjalandi læk með fuglasöng og landnámskjarri. Börnin berfætt að vaða í sólarblíðunni og við hjónin með spriklandi bleikju á stöng. Sem hljómar út af fyrir sig mjög rómantískt, einkum fyrir þann sem hefur aðallega séð sveitina í sjónvarpi. Raunveruleikinn er töluvert harðneskulegri. Tjaldútilega þýðir til dæmis heljarinnar undirbúning þar sem ekkert má klikka. Eftir óstjórnlega langdregið bras er bíllinn loks pakkaður upp í þak af öllu því sem mögulega gæti komið í góðar þarfir. Fyrir utan það sem er alveg glatað að gleyma eins og vasahníf, nesti og eldspýtum rekur öryggisþörfin roskið og ráðsett fólk til að hrifsa aukreitis með nauðsynjar á borð við inniskó, míkadó og hárblásara. Sem gæti komið sér vel við ýtrustu aðstæður. Auk þess hefur sama fólkið vanist alls kyns þægindum eins og þaki, rúmi og sæng og jafnframt losað sig við sveigjanleikann gagnvart umtalsverðum breytingum. Að potast við tjaldstög og vindsængurblástur í fjórum gráðum og norðanstrekkingi er aðallega skemmtilegt í minningunni. Sjálfskipuð útlegð í svefnpoka sem endurtekur sig árlega er óskiljanleg óþægindaþörf og verðugt rannsóknarefni í sjálfu sér. Einkatjaldstæði við lítinn hjalandi læk með fuglasöng og landnámskjarri er auk þess mjög langt í burtu og hinn kosturinn er skipulagt fjölskyldusvæði með hávaðasömu fjölmenni og stöðluðum rólóvelli fyrir börnin. Svo strax á degi tvö hljómaði bændagisting í afskekktum dal einkar freistandi. Þar má til dæmis finna uppbúin rúm, vatnssalerni og jafnvel rafmagnslýsingu. Og út við ysta haf beið reyndar upphitað smáhýsi, blessunarlega laust við alla staðla. Staðarhaldari lagði þó óvænt og strangt bann við hundahaldi sem var smámunasemi í töluverðri þversögn við stálpaða heimalningana sem héldu til í dagstofunni á bænum. Tillögu minni um að dulbúa hundinn í kápu og sjal og lauma honum inn í húsið var hafnað, fólkið mitt skortir átakanlega allan brotavilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Snemmsumars þoldi ég ekki fleiri frásagnir af fjármálahneykslum og kreppu heldur þráði hið einfalda og hamingjusama líf þar sem áhyggjurnar snúast um hvort eigi að grilla aftur í kvöld eða ekki. Hin dásamlega sumarblíða ýtti undir draumsýn um yndislega daga í notalegu tjaldi við lítinn hjalandi læk með fuglasöng og landnámskjarri. Börnin berfætt að vaða í sólarblíðunni og við hjónin með spriklandi bleikju á stöng. Sem hljómar út af fyrir sig mjög rómantískt, einkum fyrir þann sem hefur aðallega séð sveitina í sjónvarpi. Raunveruleikinn er töluvert harðneskulegri. Tjaldútilega þýðir til dæmis heljarinnar undirbúning þar sem ekkert má klikka. Eftir óstjórnlega langdregið bras er bíllinn loks pakkaður upp í þak af öllu því sem mögulega gæti komið í góðar þarfir. Fyrir utan það sem er alveg glatað að gleyma eins og vasahníf, nesti og eldspýtum rekur öryggisþörfin roskið og ráðsett fólk til að hrifsa aukreitis með nauðsynjar á borð við inniskó, míkadó og hárblásara. Sem gæti komið sér vel við ýtrustu aðstæður. Auk þess hefur sama fólkið vanist alls kyns þægindum eins og þaki, rúmi og sæng og jafnframt losað sig við sveigjanleikann gagnvart umtalsverðum breytingum. Að potast við tjaldstög og vindsængurblástur í fjórum gráðum og norðanstrekkingi er aðallega skemmtilegt í minningunni. Sjálfskipuð útlegð í svefnpoka sem endurtekur sig árlega er óskiljanleg óþægindaþörf og verðugt rannsóknarefni í sjálfu sér. Einkatjaldstæði við lítinn hjalandi læk með fuglasöng og landnámskjarri er auk þess mjög langt í burtu og hinn kosturinn er skipulagt fjölskyldusvæði með hávaðasömu fjölmenni og stöðluðum rólóvelli fyrir börnin. Svo strax á degi tvö hljómaði bændagisting í afskekktum dal einkar freistandi. Þar má til dæmis finna uppbúin rúm, vatnssalerni og jafnvel rafmagnslýsingu. Og út við ysta haf beið reyndar upphitað smáhýsi, blessunarlega laust við alla staðla. Staðarhaldari lagði þó óvænt og strangt bann við hundahaldi sem var smámunasemi í töluverðri þversögn við stálpaða heimalningana sem héldu til í dagstofunni á bænum. Tillögu minni um að dulbúa hundinn í kápu og sjal og lauma honum inn í húsið var hafnað, fólkið mitt skortir átakanlega allan brotavilja.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun