Fótbolti

Mellberg gagnrýnir leikmenn Chelsea

AFP

Sænski varnarjaxlinn Olof Mellberg hjá Juventus gagnrýnir leikmenn Chelsea harðlega fyrir að veitast ítrekað að dómara leiks liðanna í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Liðin skildu jöfn 2-2 í æsilegum leik í Tórínó þar sem dómarinn var vissulega í eldlínunni, en jafnteflið tryggði Chelsea sæti í 8-liða úrslitunum. Mellberg var ekki ánægður með hegðun leikmanna enska liðsins.

"Þeir réðust til skiptis á dómarann og línuvörðinn fimm og sex saman. Þetta leit ekki vel út. Þeir reyndu hvað eftir annað að hafa áhrif á ákvarðanir dómarans svo við reyndum að stía þeim í sundur," sagði Svíinn.

Honum fannst rauða spjaldið sem Giorgio Chiellini fékk að líta vera harður dómur, en hann fékk tvívegis áminningu fyrir atlögu að Didier Drogba.

"Mér fannst hann ekki eiga skilið að fá síðara gula spjaldið. Þetta var strangur dómur," sagði Mellberg, sem áður lék um árabil með Aston Villa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×