Adriano Galliani varaforseti AC Milan vitnaði í bandaríska skáldið Mark Twain þegar hann hitti miðjumanninn Kaka fyrst eftir að ljóst varð að hann færi ekki til Manchester City fyrir metfé í janúar.
Galliani vildi þá stappa stálinu í Brasilíumanninn og sannfæra hann um að hann hefði tekið hárrétta ákvörðun með því að vera áfram í Mílanó.
Mark Twain hafði þetta um Manchester-borg að segja á sínum tíma.
"Mig langar að búa í Manchester á Englandi. Munurinn á Manchester og dauðanum er óverulegur. "