Rosberg stal tímanum af Hamilton 5. júní 2009 08:52 Nico Rosberg á Williams var sneggstur um Istanbúl brautina í morgun. mynd: Getty Images Nico Rosberg frá Þýsklandi náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Istanbúl í morgun. Hann stal besta tíma á síðustu mínútu æfingarinnar af Lewis Hamilton á McLaren. Var munurinn á milli þeirra 0.311 sekúndur. Jenson Button sem hefur forystu í stigamótinu var með ellefta besta tíma, en ljóst er að keppinautar Brawn liðsins og Button verða að slá þeim við í móti helgarinnar. Annars stingur Button hreinlega af, en hann er með 16 stiga forskot á Rubens Barrichello sem einnig ekur fyrir Brawn. Sebastian Vettel er þeim næstur og sagði á blaðamannafundi að Red Bull yrði að svara fyrir sig um helgina. "Við gerðum mistök varðandi þjónustuáælanir í tveimur síðustu mótum og núna verðum við að standa okkur í stykkinu. Annars týnum við Button", sagði Vettel. Felipe Massa segir nánast vonlaust að hann geti slegist við Brawn menn, en hann hefur unnið mótið þrsivar í röð. Hann segist þó stefna á sigur í öllum mótum, en telur að stigaforskot Buttons sé illviðráðanlegt, enda er Button með 51 stig, en Massa 8. Sýnt verður frá æfingum í Istanbúl í dag á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. SJá brautarlýsingu og tölfræði Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nico Rosberg frá Þýsklandi náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Istanbúl í morgun. Hann stal besta tíma á síðustu mínútu æfingarinnar af Lewis Hamilton á McLaren. Var munurinn á milli þeirra 0.311 sekúndur. Jenson Button sem hefur forystu í stigamótinu var með ellefta besta tíma, en ljóst er að keppinautar Brawn liðsins og Button verða að slá þeim við í móti helgarinnar. Annars stingur Button hreinlega af, en hann er með 16 stiga forskot á Rubens Barrichello sem einnig ekur fyrir Brawn. Sebastian Vettel er þeim næstur og sagði á blaðamannafundi að Red Bull yrði að svara fyrir sig um helgina. "Við gerðum mistök varðandi þjónustuáælanir í tveimur síðustu mótum og núna verðum við að standa okkur í stykkinu. Annars týnum við Button", sagði Vettel. Felipe Massa segir nánast vonlaust að hann geti slegist við Brawn menn, en hann hefur unnið mótið þrsivar í röð. Hann segist þó stefna á sigur í öllum mótum, en telur að stigaforskot Buttons sé illviðráðanlegt, enda er Button með 51 stig, en Massa 8. Sýnt verður frá æfingum í Istanbúl í dag á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. SJá brautarlýsingu og tölfræði
Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira