Sandra: Viljum vera áfram með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2009 15:00 Sandra Sigurðardóttir, markvörður og fyrirliði Stjörnunnar. Mynd/Stefán Sandra Sigurðardóttir, markvörður og fyrirliði Stjörnunnar, er klár í leikinn á móti Val í kvöld en með sigri geta Stjörnukonur komist á toppinn í Pepsi-deildinni en tapi þær leiknum eiga þær ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í ár. „Við viljum vera áfram með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og leggjum allt í þennan leik. Við erum búnar að vera ná góðum úrslitum á móti nánast öllum liðum þannig að við getum það alveg í dag," sagði Sandra. „Það er búin að vera pása þannig að leikmenn eru mjög spenntir fyrir leiknum. Það er komið hungur í leikmenn að spila og vonandi náum við að nýta pásuna rétt," segir Sandra sem var með íslenska landsliðinu út í Finnlandi á EM. Stjarnan tapaði 5-0 á móti Val í bikarnum en Sandra segir að sá leikur hafi verið slys. „Þetta er allt önnur keppni en bikarinn. Það eru möguleikar til staðar og við getum unnið hvaða lið sem er og við getum líka tapað fyrir hvaða liði sem er. Ef við pælum eitthvað í þessum bikarleik þá nýtum við hann til þess að hjálpa okkur," segir Sandra en hún viðurkennir að hún búist við því að það verði mikið að gera hjá henni í leiknum. „Þarf maður ekki alltaf að eiga stórleik og standa fyrir sínu," segir Sandra og bætir við: „Þær eru með frábært lið og gott markaskoraralið þannig og ég verð að standa mig til þess að við náum eitthvað út úr þessum leik," segir Sandra. Stjarnan teflir fram sínu sterkasta liði í dag og kemur miðjumaðurinn Edda María Birgisdóttir sérstaklega til Íslands til að spila leikinn. Leikurinn hefst klukkan 18.00 á Stjörnuvelli í Garðabæ og er frítt í leikinn í boði Avant sem er einn helsti styrktaraðili Stjörnunnar. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Sandra Sigurðardóttir, markvörður og fyrirliði Stjörnunnar, er klár í leikinn á móti Val í kvöld en með sigri geta Stjörnukonur komist á toppinn í Pepsi-deildinni en tapi þær leiknum eiga þær ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í ár. „Við viljum vera áfram með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og leggjum allt í þennan leik. Við erum búnar að vera ná góðum úrslitum á móti nánast öllum liðum þannig að við getum það alveg í dag," sagði Sandra. „Það er búin að vera pása þannig að leikmenn eru mjög spenntir fyrir leiknum. Það er komið hungur í leikmenn að spila og vonandi náum við að nýta pásuna rétt," segir Sandra sem var með íslenska landsliðinu út í Finnlandi á EM. Stjarnan tapaði 5-0 á móti Val í bikarnum en Sandra segir að sá leikur hafi verið slys. „Þetta er allt önnur keppni en bikarinn. Það eru möguleikar til staðar og við getum unnið hvaða lið sem er og við getum líka tapað fyrir hvaða liði sem er. Ef við pælum eitthvað í þessum bikarleik þá nýtum við hann til þess að hjálpa okkur," segir Sandra en hún viðurkennir að hún búist við því að það verði mikið að gera hjá henni í leiknum. „Þarf maður ekki alltaf að eiga stórleik og standa fyrir sínu," segir Sandra og bætir við: „Þær eru með frábært lið og gott markaskoraralið þannig og ég verð að standa mig til þess að við náum eitthvað út úr þessum leik," segir Sandra. Stjarnan teflir fram sínu sterkasta liði í dag og kemur miðjumaðurinn Edda María Birgisdóttir sérstaklega til Íslands til að spila leikinn. Leikurinn hefst klukkan 18.00 á Stjörnuvelli í Garðabæ og er frítt í leikinn í boði Avant sem er einn helsti styrktaraðili Stjörnunnar.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira