Fjárfestum í kennurum Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 5. október 2009 00:01 Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim í dag, mánudaginn 5. október, að forgöngu Education International eða Alþjóðasambands kennarafélaga. Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á kennarastarfinu og mikilvægu hlutverki kennara í samfélaginu. Yfirskrift dagsins er að þessu sinni „Að skapa framtíð: Nú er tími til að fjárfesta í kennurum". Yfirskriftin hefur sérstaka tilvísun til efnhagskreppunnar í heiminum og afleiðinga hennar. Kennarar standa víða um lönd frammi fyrir gífurlegum sparnaðaraðgerðum og niðurskurði í fjárveitingum til skólamála sem bitnar á þeim með ýmsum hætti, m.a. fjöldauppsögnum, lokun skóla og mikilli fjölgun í bekkjardeildum. Hér á landi hefur enn engum skóla verið lokað, en ríki og sveitarfélög leita allra möguleika til að spara í rekstri. Vonandi gera stjórnvöld sér ljóst hver hætta er fólgin í því að láta kreppuna bitna með fullum þunga á skólakerfinu. Niðurskurður í mennta- og skólamálum bitnar verst á fátækum nemendum og þeim nemendum sem mesta þjónustu þurfa. Hann er því aðför að jafnrétti og mannréttindum. Það gildir jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum. En er þá ekki eðlilegt í kreppu að skera niður fjárveitingar til þessara mála eins og annarra? Svarið er nei. Það er þvert á móti óskynsamlegt að skera niður útgjöld til skólamála við núverandi aðstæður. Nú eigum við að slá skjaldborg um skólana og verja þá áföllum. Menntun er auðlind sem við eigum að hagnýta. Fjárveitingar til mennta- og skólamála eru langtímafjárfesting og algert forgangsmál í endurreisn íslensks þjóðfélags. Laun og afkoma kennara á grunn- og framhaldssólastigi eru mjög ólík eftir löndum og hlutur þeirra í þjóðarkökunni er mismunandi. Nýlega kom út skýrsla OECD, „Education at a Glance 2009". Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um fjárveitingar til menntamála í aðildarríkjunum, meðal annars um laun kennara. Upplýsingarnar um laun byggjast á tölum frá árinu 2007 þegar allt virtist leika í lyndi hér á landi og dansinn kringum gullkálfinn stóð sem hæst. Í skýrslunni kemur fram að í góðærinu svokallaða stóðu laun íslenskra kennara á grunn- og framhaldsskólastigi langt að baki launum kennara í flestum þeim löndum sem við erum vön að bera okkur saman við, hvort sem litið er til launa eða hlutfalls þeirra af landsframleiðslu á mann. Þó að stjórnmálamenn hafi gumað af því að Íslendingar hafi aukið verulega fjárveitingar sínar til skóla- og menntamála á undanförnum árum er ljóst að þær hafa ekki nema að litlu leyti runnið til kennara. Í áðurnefndri skýrslu OECD kemur fram að árið 2007 var kaupmáttur launa íslenskra grunnskólakennara (með að minnsta kosti 15 ára starfsreynslu) mældur með svonefndum PPP-stuðlum u.þ.b. 40% lægri en kaupmáttur launa grunnskólakennara (lower secondary education) að meðaltali í OECD-ríkjunum. Sama ár var kaupmáttur launa íslenskra framhaldsskólakennara u.þ.b. 28% lægri en kaupmáttur launa framhaldsskólakennara (upper secondary education) var að meðaltali í OECD-ríkjunum. Árið 2007 voru laun grunnskólakennara 71% af landsframleiðslu á mann á Íslandi það ár. Sambærileg tala var að meðaltali 123% í OECD ríkjunum. Sama ár voru laun íslenskra framhaldsskólakennara 90% af landsframleiðslu á mann á Íslandi það ár. Sambærileg tala var 130% að meðaltali í OECD-ríkjunum. Í skýrslu OECD er ekki fjallað um laun leikskólakennara og tónlistarskólakennara. Sjálfsagt er óraunhæft að gera ráð fyrir að kennaralaun hækki verulega á næstu misserum. En fyrr eða síðar hljótum við að sjá til sólar. Tölurnar hér að ofan sýna að íslenskir grunn- og framhaldsskólakennarar eru, vegna lágra launa, mun verr undir það búnir að takast á við kreppuna en starfssystkini þeirrra í öðrum OECD-ríkjum. Það er því þeim mun meiri ástæða fyrir íslenska kennarastétt að taka undir kjörorð dagsins: „Að skapa framtíð: Nú er tími til að fjárfesta í kennurum" og hefja virkjun mannauðsins, mikilvægustu auðlindar þessa lands. Höfundur er fyrrverandi kynningar- og upplýsingafulltrúi KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur víðs vegar um heim í dag, mánudaginn 5. október, að forgöngu Education International eða Alþjóðasambands kennarafélaga. Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á kennarastarfinu og mikilvægu hlutverki kennara í samfélaginu. Yfirskrift dagsins er að þessu sinni „Að skapa framtíð: Nú er tími til að fjárfesta í kennurum". Yfirskriftin hefur sérstaka tilvísun til efnhagskreppunnar í heiminum og afleiðinga hennar. Kennarar standa víða um lönd frammi fyrir gífurlegum sparnaðaraðgerðum og niðurskurði í fjárveitingum til skólamála sem bitnar á þeim með ýmsum hætti, m.a. fjöldauppsögnum, lokun skóla og mikilli fjölgun í bekkjardeildum. Hér á landi hefur enn engum skóla verið lokað, en ríki og sveitarfélög leita allra möguleika til að spara í rekstri. Vonandi gera stjórnvöld sér ljóst hver hætta er fólgin í því að láta kreppuna bitna með fullum þunga á skólakerfinu. Niðurskurður í mennta- og skólamálum bitnar verst á fátækum nemendum og þeim nemendum sem mesta þjónustu þurfa. Hann er því aðför að jafnrétti og mannréttindum. Það gildir jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum. En er þá ekki eðlilegt í kreppu að skera niður fjárveitingar til þessara mála eins og annarra? Svarið er nei. Það er þvert á móti óskynsamlegt að skera niður útgjöld til skólamála við núverandi aðstæður. Nú eigum við að slá skjaldborg um skólana og verja þá áföllum. Menntun er auðlind sem við eigum að hagnýta. Fjárveitingar til mennta- og skólamála eru langtímafjárfesting og algert forgangsmál í endurreisn íslensks þjóðfélags. Laun og afkoma kennara á grunn- og framhaldssólastigi eru mjög ólík eftir löndum og hlutur þeirra í þjóðarkökunni er mismunandi. Nýlega kom út skýrsla OECD, „Education at a Glance 2009". Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um fjárveitingar til menntamála í aðildarríkjunum, meðal annars um laun kennara. Upplýsingarnar um laun byggjast á tölum frá árinu 2007 þegar allt virtist leika í lyndi hér á landi og dansinn kringum gullkálfinn stóð sem hæst. Í skýrslunni kemur fram að í góðærinu svokallaða stóðu laun íslenskra kennara á grunn- og framhaldsskólastigi langt að baki launum kennara í flestum þeim löndum sem við erum vön að bera okkur saman við, hvort sem litið er til launa eða hlutfalls þeirra af landsframleiðslu á mann. Þó að stjórnmálamenn hafi gumað af því að Íslendingar hafi aukið verulega fjárveitingar sínar til skóla- og menntamála á undanförnum árum er ljóst að þær hafa ekki nema að litlu leyti runnið til kennara. Í áðurnefndri skýrslu OECD kemur fram að árið 2007 var kaupmáttur launa íslenskra grunnskólakennara (með að minnsta kosti 15 ára starfsreynslu) mældur með svonefndum PPP-stuðlum u.þ.b. 40% lægri en kaupmáttur launa grunnskólakennara (lower secondary education) að meðaltali í OECD-ríkjunum. Sama ár var kaupmáttur launa íslenskra framhaldsskólakennara u.þ.b. 28% lægri en kaupmáttur launa framhaldsskólakennara (upper secondary education) var að meðaltali í OECD-ríkjunum. Árið 2007 voru laun grunnskólakennara 71% af landsframleiðslu á mann á Íslandi það ár. Sambærileg tala var að meðaltali 123% í OECD ríkjunum. Sama ár voru laun íslenskra framhaldsskólakennara 90% af landsframleiðslu á mann á Íslandi það ár. Sambærileg tala var 130% að meðaltali í OECD-ríkjunum. Í skýrslu OECD er ekki fjallað um laun leikskólakennara og tónlistarskólakennara. Sjálfsagt er óraunhæft að gera ráð fyrir að kennaralaun hækki verulega á næstu misserum. En fyrr eða síðar hljótum við að sjá til sólar. Tölurnar hér að ofan sýna að íslenskir grunn- og framhaldsskólakennarar eru, vegna lágra launa, mun verr undir það búnir að takast á við kreppuna en starfssystkini þeirrra í öðrum OECD-ríkjum. Það er því þeim mun meiri ástæða fyrir íslenska kennarastétt að taka undir kjörorð dagsins: „Að skapa framtíð: Nú er tími til að fjárfesta í kennurum" og hefja virkjun mannauðsins, mikilvægustu auðlindar þessa lands. Höfundur er fyrrverandi kynningar- og upplýsingafulltrúi KÍ.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun