Handbolti

Haukar spila báða Evrópuleikina á Spáni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Anton

Haukar hafa komist að samkomulagi við spænska úrvalsdeildarfélagið Naturhouse Ciudad La Rioja um að báðir leikir liðanna í fjórða umferð EHF-bikarkeppninnar fari fram ytra.

Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka. Leikirnir fara fram dagana 20. og 21. febrúar næstkomandi.

Fram kemur á heimasíðu Hauka að „ólíkt því sem viðgengst í knattspyrnuheiminum og fregnir hafa borist af að undanförnu, er þátttaka í Evrópukeppni í handknattleik ekki ríkuleg tekjulind heldur kostnaðarliður sem væri engin leið að brúa nema með dyggri aðstoð fyrirtækja, stofnana, vinnu sjálfboðaliða og stuðningi bæjarfélagsins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×