Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur gert eina breytingu á landsliðshóp sínum fyrir leikinn gegn Eistlandi í undankeppni HM 2011.
Dóra Stefánsdóttir getur ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og því hefur Kristín Ýr Bjarnadóttir úr Val verið valin í hennar stað.
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á næstkomandi fimmtudag og hefst kl. 20.