Hið sögufræga hafnaboltafélag Chicago Cubs er komið í greiðslustöðvun en verið er að vinna að því að koma félaginu í hendur nýrra eigenda.
Það er fjölmiðlafyrirtækið Tribune sem á félagið en það á einnig dagblöðin Chicago Tribune og Los Angeles Times auk annarra.
Tribune hefur verið sjálft í greiðslustöðvun síðan í desember síðastliðnum og á nú í viðræðum við hina moldríku Ricketts-fjölskyldu um sölu Chicago Cubs.
Cubs var sett í greiðslustöðvun svo að nýir eigendur ættu það ekki á hættu að þurfa taka á sig skuldir Tribune að nokkru leyti.
Söluferlið er komið langt á veg og er búist við því að gengið verði frá sölunni í lok mánaðarins.
Cubs er fyrst og fremst frægt fyrir að hafa aldrei unnið meistaratitil í bandarísku hafnaboltakeppninni þrátt fyrir að hafa tekið þátt í 101 ár. Ekkert íþróttafélag í Bandaríkjunum hefur mátt bíða jafn lengi eftir meistaratitli.