Sex milljón króna sigur 28. maí 2009 16:19 George Karl var ekki hrifinn af dómgæslunni í nótt Nordic Photos/Getty Images Leikmenn Denver Nuggets voru mjög ósáttir við dómgæsluna í nótt sem leið þegar þeir töpuðu 103-94 fyrir LA Lakers í fimmta leik liðanna í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar í NBA. Með sigrinum komst Lakers-liðið í 3-2 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum annað árið í röð með sigri í Denver í næsta leik. Phil Jackson þjálfari LA Lakers gagnrýndi dómara harðlega eftir fjórða leikinn í Denver og uppskar ríflega þriggja milljóna króna sekt. Félagið var einnig dæmt til að greiða sömu upphæð og því þurftu Lakers-menn að borga rúmar sex milljónir króna fyrir gagnrýni sína. Ónefndur leikmaður Denver var að sama skapi hundfúll með dómgæsluna í fimmta leiknum í nótt og sagði að Lakers-liðið hefði keypt sér sigur með sektunum. "Þeir borguðu sex milljónir fyrir sigur í fimmta leiknum. Þeir fengu sannarlega mikið fyrir peninginn," sagði leikmaðurinn í samtali við Denver Post, en vildi eðlilega ekki láta nafns síns getið. Það verður reyndar að segjast alveg eins og er að dómgæslan í leiknum í nótt var á köflum nokkuð undarleg, en það var alls ekki í fyrsta skipti sem dómararnir eru í aðalhlutverki í þessari úrslitakeppni. Phil Jackson var reyndar spurður að því fyrir fimmta leikinn hvort hann hefði verið að planta fræjum í höfuðið á dómurum með gagnrýni sinni eftir fjórða leikinn, en hann sló spurningunni upp í grín. "Ég er garðyrkjumaður. Mér finnst gaman að planta fræjum og er alltaf að því," sagði Jackson. George Karl, þjálfari Denver, var ekki í vafa þegar hann var spurður um sína skoðun á málinu. "Mér fannst dómararnir flauta með þeim," sagði Karl. "Það er mikil gremja í okkar herbúðum." Sjötti leikur liðanna er í Denver annað kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport um klukkan eitt. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Leikmenn Denver Nuggets voru mjög ósáttir við dómgæsluna í nótt sem leið þegar þeir töpuðu 103-94 fyrir LA Lakers í fimmta leik liðanna í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar í NBA. Með sigrinum komst Lakers-liðið í 3-2 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum annað árið í röð með sigri í Denver í næsta leik. Phil Jackson þjálfari LA Lakers gagnrýndi dómara harðlega eftir fjórða leikinn í Denver og uppskar ríflega þriggja milljóna króna sekt. Félagið var einnig dæmt til að greiða sömu upphæð og því þurftu Lakers-menn að borga rúmar sex milljónir króna fyrir gagnrýni sína. Ónefndur leikmaður Denver var að sama skapi hundfúll með dómgæsluna í fimmta leiknum í nótt og sagði að Lakers-liðið hefði keypt sér sigur með sektunum. "Þeir borguðu sex milljónir fyrir sigur í fimmta leiknum. Þeir fengu sannarlega mikið fyrir peninginn," sagði leikmaðurinn í samtali við Denver Post, en vildi eðlilega ekki láta nafns síns getið. Það verður reyndar að segjast alveg eins og er að dómgæslan í leiknum í nótt var á köflum nokkuð undarleg, en það var alls ekki í fyrsta skipti sem dómararnir eru í aðalhlutverki í þessari úrslitakeppni. Phil Jackson var reyndar spurður að því fyrir fimmta leikinn hvort hann hefði verið að planta fræjum í höfuðið á dómurum með gagnrýni sinni eftir fjórða leikinn, en hann sló spurningunni upp í grín. "Ég er garðyrkjumaður. Mér finnst gaman að planta fræjum og er alltaf að því," sagði Jackson. George Karl, þjálfari Denver, var ekki í vafa þegar hann var spurður um sína skoðun á málinu. "Mér fannst dómararnir flauta með þeim," sagði Karl. "Það er mikil gremja í okkar herbúðum." Sjötti leikur liðanna er í Denver annað kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport um klukkan eitt.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira