Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir Evrópu 21. október 2009 10:48 „Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir efnhag Evrópu og iðnað álfunnar," segir Heri Guaino hægri hönd Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Evran hefur hækkað um 15% gagnvart dollaranum frá því í mars s.l. og í gærdag fór hún í 1.50 dollara um skamma stund. Í frétt um málið í blaðinu Telegraph segir að það sem valdi evrópskum stjórnvöldum hvað mestum áhyggjum í þessari gengisþróun milli evrunnar og dollarans er að Kínverjar hafa naglfest gengi yuansins gagnvart dollaranum í meira en ár og hafa hægt og hljóðlega hagnast gífurlega á þeirri festingu. Fram kemur í fréttinni að í september einum hafi gjaldeyrisvaraforði Kínverja aukist um 68 milljarða dollara af þessum sökum. Nýjum gjaldeyrisbirgðum Kínverja eru síðan breytt í evruskuldabréf með þeim afleiðingum að evran styrkist. Christine Lagarde fjármálaráðherra Frakklands segir að það sé óþolandi að Evrópa skuli borga verðið fyrir framangreinda tengingu yuansins við dollarann. „Við viljum sterkan dollara og höfum ítrekað komið þeim sjónarmiðum á framfæri," sagði Lagarde eftir fund Eurogroup í vikunni. Viðskiptajöfnuðurinn milli Evrópu og Kína var hagstæður Kinverjum um 169 milljarða dollara á síðasta ári. Fram kemur í fréttinni að Evrópa og Japan er nú einu svæðin í heiminum sem ekki hafa gripið til þess ráðs að fella gengi gjaldmiðla sinna í yfirstandandi fjármálakreppu. Jean-Claude Trichet forstjóri Evrópska seðlabankans kom óvænt á Eurogroup fundinn s.l. mánudag og varaði við "óreiðu" í gjaldmiðlahreyfingum. Yfirvöld beggja vegna Atlantshafsins væru nú að fylgjast með mörkuðunum. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
„Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir efnhag Evrópu og iðnað álfunnar," segir Heri Guaino hægri hönd Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Evran hefur hækkað um 15% gagnvart dollaranum frá því í mars s.l. og í gærdag fór hún í 1.50 dollara um skamma stund. Í frétt um málið í blaðinu Telegraph segir að það sem valdi evrópskum stjórnvöldum hvað mestum áhyggjum í þessari gengisþróun milli evrunnar og dollarans er að Kínverjar hafa naglfest gengi yuansins gagnvart dollaranum í meira en ár og hafa hægt og hljóðlega hagnast gífurlega á þeirri festingu. Fram kemur í fréttinni að í september einum hafi gjaldeyrisvaraforði Kínverja aukist um 68 milljarða dollara af þessum sökum. Nýjum gjaldeyrisbirgðum Kínverja eru síðan breytt í evruskuldabréf með þeim afleiðingum að evran styrkist. Christine Lagarde fjármálaráðherra Frakklands segir að það sé óþolandi að Evrópa skuli borga verðið fyrir framangreinda tengingu yuansins við dollarann. „Við viljum sterkan dollara og höfum ítrekað komið þeim sjónarmiðum á framfæri," sagði Lagarde eftir fund Eurogroup í vikunni. Viðskiptajöfnuðurinn milli Evrópu og Kína var hagstæður Kinverjum um 169 milljarða dollara á síðasta ári. Fram kemur í fréttinni að Evrópa og Japan er nú einu svæðin í heiminum sem ekki hafa gripið til þess ráðs að fella gengi gjaldmiðla sinna í yfirstandandi fjármálakreppu. Jean-Claude Trichet forstjóri Evrópska seðlabankans kom óvænt á Eurogroup fundinn s.l. mánudag og varaði við "óreiðu" í gjaldmiðlahreyfingum. Yfirvöld beggja vegna Atlantshafsins væru nú að fylgjast með mörkuðunum.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira