Knattspyrnusamband Íslands gefur í ár út bók um sögu bikarkeppni karla og kvenna í tilefni af fimmtugasta bikarúrslitaleik KSÍ. Nú býðst knattspyrnuáhugamönnum, aðildarfélögum, sveitarfélögum og fleirum að kaupa bókina í heiðursáskrift og gá um leið nafn sitt birt í nafnalisti heiðursáskriftar sem kemur fram í lok bókar.
Stjórn KSÍ fékk Skapta Hallgrímsson blaðamann til þess að skrá sögu bikarkeppninnar. Bókin verður um 300 blaðsíður auk þess sem DVD-diskur með myndefni úr keppninni og mörkum úr úrslitaleikjum fylgir bókinni.
Á heimasíðu KSÍ koma fram upplýsingar um hvernig menn geta orðið heiðursáskrifendur og komist í Tabula gratulatoria í lok þessarar veglegu bókar. Hér má finna upplýsingar á heimasíðu KSÍ.