Gengi Buttons hefur hríðfallið 2. september 2009 08:40 Hvorki hefur gengið né rekið hjá Jenson Button í síðustu mótum og hann féll úr leik í síðasta kappakstri. Bretinn Jenson Button hefur ekki komist á verðlaunapall í fimm síðustu Formúlu 1 mótum og féll úr leik á sunnudaginn, þegar ekið var aftan á hann. Hann vann fyrstu sex mót ársins og er enn fyrstur í stigamótinu þrátt fyri slakt gengi að undanförnu. Segja má að lánið hafi leikið við hann, þar sem keppinautum hans hefur ekki gengið sérlega vel að undanförnu. Button er með forystu í stigamóti ökumanna þegar fimm mót eru eftir. Button er með 16 stig á Rubens Barrichello og 19 á Sebastian Vettel og Brawn liðið er enn með forystu í stigamóti bílasmiða. "Barrichello hefur sótt 10 stig á Button í síðustu tveimur mótum og Vettel 6 og honum hefur ekki gengið vel síðustu mánuði. Hann hefur ekki efni á þessum ógöngum lengur og það eru fjórir kappar að keppa um titilinn, Mark Webber á líka sjéns. Það er allt galopið", sagði Christian Horner stjóri Red Bull liðsins. "Báðir ökumenn okkar geta náð framúr Button að stigum og við höfum ekki gefið þeim neinar liðsskipanir. Það munar ekki nema 1.5 stigi á þeim og þeim er frjálst að keppa af hörku við Button og Barrichello." Þau mót sem eru eftir eru Monza á Ítalíu, götumótið í Singapúr, Suzuka í Japan, Interlagos í Brasilíu og nýtt mót í Abu Dhabi. Sjá brautarlýsingar. Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Jenson Button hefur ekki komist á verðlaunapall í fimm síðustu Formúlu 1 mótum og féll úr leik á sunnudaginn, þegar ekið var aftan á hann. Hann vann fyrstu sex mót ársins og er enn fyrstur í stigamótinu þrátt fyri slakt gengi að undanförnu. Segja má að lánið hafi leikið við hann, þar sem keppinautum hans hefur ekki gengið sérlega vel að undanförnu. Button er með forystu í stigamóti ökumanna þegar fimm mót eru eftir. Button er með 16 stig á Rubens Barrichello og 19 á Sebastian Vettel og Brawn liðið er enn með forystu í stigamóti bílasmiða. "Barrichello hefur sótt 10 stig á Button í síðustu tveimur mótum og Vettel 6 og honum hefur ekki gengið vel síðustu mánuði. Hann hefur ekki efni á þessum ógöngum lengur og það eru fjórir kappar að keppa um titilinn, Mark Webber á líka sjéns. Það er allt galopið", sagði Christian Horner stjóri Red Bull liðsins. "Báðir ökumenn okkar geta náð framúr Button að stigum og við höfum ekki gefið þeim neinar liðsskipanir. Það munar ekki nema 1.5 stigi á þeim og þeim er frjálst að keppa af hörku við Button og Barrichello." Þau mót sem eru eftir eru Monza á Ítalíu, götumótið í Singapúr, Suzuka í Japan, Interlagos í Brasilíu og nýtt mót í Abu Dhabi. Sjá brautarlýsingar.
Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira