Knattspyrnusamband Evrópu vísaði í kvöld frá áfrýjun Real Madrid sem óskaði eftir að fá að nota bæði Klaas-Jan Huntelaar og Lassana Diarra í Meistaradeildinni.
Real Madrid þarf því að velja á milli þeirra samkvæmt reglum UEFA þar sem báðir hafa leikið með öðrum liðum í Evrópukeppni þessa leiktíð. Real Madrid mun mæta Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.