Tiger: Ekkert hæft í orðrómum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. nóvember 2009 22:30 Tiger Woods. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods segir ekkert hæft í þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki eftir að hann lenti í árekstri á föstudaginn síðastliðinn. Fjölmiðlar víða um heim hafa margir hverjir haldið því fram að ástæðan fyrir því að Tiger fór að heiman svo seint aðfaranótt föstudagsins hafi verið sú að honum hafi sinnast við eiginkonu sína. Sú er sænsk og heitir Elin. „Ég bar ábyrgð á árekstrinum," sagði Tiger í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni. Tiger ók á brunahana og tré skammt frá heimili sínu. „Þeir fjölmörgu orðrómar um mig og mína fjölskyldu eru ósannir og meiðandi," sagði Tiger enn fremur. Eins og fram hefur komið var það Elin sem kom fyrst á vettvang og bjargaði Tiger úr bílnum með því að brjóta eina bílrúðuna með golfkylfu. „Eiginkona mín, Elin, var mjög hugrökk þegar hún sá að ég var slasaður og í vandræðum. Hún var sú fyrsta til að koma mér til aðstoðar. Allar aðrar staðhæfingar eru rangar." Að síðustu bað Tiger um að fá frið til að takast á við mál þetta. Yfirlýsingu hans má sjá hér. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods segir ekkert hæft í þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki eftir að hann lenti í árekstri á föstudaginn síðastliðinn. Fjölmiðlar víða um heim hafa margir hverjir haldið því fram að ástæðan fyrir því að Tiger fór að heiman svo seint aðfaranótt föstudagsins hafi verið sú að honum hafi sinnast við eiginkonu sína. Sú er sænsk og heitir Elin. „Ég bar ábyrgð á árekstrinum," sagði Tiger í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni. Tiger ók á brunahana og tré skammt frá heimili sínu. „Þeir fjölmörgu orðrómar um mig og mína fjölskyldu eru ósannir og meiðandi," sagði Tiger enn fremur. Eins og fram hefur komið var það Elin sem kom fyrst á vettvang og bjargaði Tiger úr bílnum með því að brjóta eina bílrúðuna með golfkylfu. „Eiginkona mín, Elin, var mjög hugrökk þegar hún sá að ég var slasaður og í vandræðum. Hún var sú fyrsta til að koma mér til aðstoðar. Allar aðrar staðhæfingar eru rangar." Að síðustu bað Tiger um að fá frið til að takast á við mál þetta. Yfirlýsingu hans má sjá hér.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira