Brasilíumaðurinn Felipe Melo hefur skrifað undir fimm ára samning við ítalska félagið Juventus. Melo var einnig orðaður við Arsenal en hann kemur frá Fiorentina.
Kaupverðið er talið í kringum 15 milljónir punda auk þess sem Juventus lætur Marco Marchionni til Fiorentina.