Er ekkert að óttast? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 9. maí 2009 00:01 Í Fréttablaðinu þann 1. maí sl. tók ég mér fyrir hendur að leiðrétta 11 firrur um Evrópusambandið, sem ýmsir frambjóðendur héldu að kjósendum í nýliðinni kosningabaráttu. Greinin vakti talsverð viðbrögð lesenda, bæði jákvæð og neikvæð. Sumir lesendur sögðu sem svo: Vera má að þú hafir rétt fyrir þér – eða allavega nokkuð til þíns máls – um þessi ellefu málasvið. En er það virkilega svo, að þú sjáir enga ókosti við Evrópusambandið? Vissulega er það svo að ég óttast hvorki um sjálfstæði Íslands né fullveldi. Ég óttast hvorki um eignarhald á auðlindum okkar, né heldur að við getum ekki náð ásættanlegri samningsniðurstöðu um áframhaldandi forræði okkar yfir sjávarauðlindinni. Ég er líka alveg viss um, að við munum áfram stunda landbúnað á Íslandi. Og ég hef ekki áhyggjur af því, að við getum ekki gætt hagsmuna okkar og haft eðlileg áhrif í samstarfi við Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðir, innan Evrópusamstarfsins. Ég læt heldur engan telja mér trú um, að Evrópusambandið sé kapítalistísk valdastofnun, hvað þá heldur sósíalískt ríkisforsjárbákn. Hvorugt er rétt. En er þá virkilega ekkert að óttast? Frómt frá sagt þá hef ég mestar áhyggjur af peningamálastefnunni. Hvað á ég við? Er það ekki einmitt fyrst og fremst evran – þessi trausti alþjóðlegi gjaldmiðill – sem Íslendingar sjá í hillingum í staðinn fyrir gengisfellda krónuna? Er það ekki einmitt peningamálasamstarfið, sem flestum okkar þykir eftirsóknarverðast? Er það ekki það sem á að færa okkur stöðugleika gengis og gjaldmiðils – stöðugt verðlag, lága vexti og lægra verð á lífsnauðsynjum? Áföll – og áfallahjálpEr það ekki einmitt stöðugleikinn, sem fyrirtæki og heimili á Íslandi þrá og þurfa mest á að halda? Viljum við ekki fyrst og fremst losna við þessar ófyrirsjáanlegu sveiflur í verðlagi og vöxtum og þar með greiðslubyrði skulda? Höfum við ekki fengið okkur fullsödd af því að vera fórnarlömb í fjárhættuspili með afkomu okkar og atvinnu? Sjálf evran – er hún ekki höfuðdjásn og helsta hnoss Evrópusambandsins – sjálft haldreipi stöðugleikans? Mikið rétt. Þjóð sem hefur orðið fyrir gjaldmiðilshruni, til viðbótar við hrun fjármálakerfisins, ætti að kunna öðrum þjóðum fremur að meta fyrirheit um traustan gjaldmiðil og þann stöðugleika í efnahagsumhverfinu, sem í því felst. Við erum þessi misserin að upplifa afleiðingar gjaldmiðilshruns. Við erum að upplifa innflutningsverðbólgu og óbærilega vexti í kjölfarið. Okkur stendur mörgum hverjum ógn af því, hvernig gengis- eða verðtryggð lán eru að stefna fjölskyldum okkar í greiðslu- eða gjaldþrot. Nær 20.000 Íslendingar hafa misst vinnuna vegna þess að erlendar skuldir fyrirtækjanna hafa tvöfaldast í einu vetfangi. Þúsundir heimila horfa fram á að missa íbúðina um leið og atvinnuna. Þetta er neyðarástand. Og þetta neyðarástand er bein afleiðing af því, að þjóðargjaldmiðill okkar, íslenska krónan, er hruninn. Flestir þeirra sem fást við það að reka fyrirtæki og hafa annað fólk í vinnu eygja enga von til framtíðar, aðra en þá að skipta um gjaldmiðil – taka upp evru. Hvernig má þá vera að ég lýsi áhyggjum mínum helst út af peningamálastefnu Evrópusambandsins? Er sjálf evran – sem á að vera lausnin – orðin að vandamáli? Þetta virðist við fyrstu sýn vera dálítil þversögn. Það sem við nú eygjum sem höfuðkost, kann líka síðar meir að hafa í för með sér vandamál, sem kalla á aðrar lausnir. Hvað ætti það svo sem að vera? Eftir að við höfum einu sinni tekið upp evruna, með fyrirheiti um allan þann stöðugleika sem því fylgir – þá getum við ekki fellt gengið. Þjóðartjón eða töfralausn?Hver var helsti kosturinn við krónuna að bestu manna yfirsýn á liðinni öld? Hann var að geta fellt gengi hennar eftir þörfum. Í upphafi var íslenska krónan jafngildi dönsku krónunnar. Núna þarf ca. 2.000 íslenskar krónur til að vega upp eina danska. Þetta má orða svo, að hagstjórnin á Íslandi hafi reynst vera tvö þúsund sinnum lélegri en í Danmörku. Og þetta teljum við okkar íslensku krónu helst til ágætis! Hún er svo sveigjanleg, segjum við. Hvað er gengisfelling? Hún er afleiðing óstjórnar og viðurkenning á mistökum. En hún getur líka verið viðbrögð við ytri áföllum, sem við ráðum ekki við. Hún er aðgerð til þess að lækka framleiðslukostnað innanlands, eins og það heitir á máli atvinnurekenda. Á máli launþega heitir þetta hins vegar kauplækkun. Gengislækkun bætir samkeppnishæfni og styrkir stöðu útflutnings. En hún er um leið efnahagslegt örþrifaráð – neyðarúrræði, þótt hún geti á stundum verið óumflýjanleg. Gengishrunið, sem við erum nú að ganga í gegnum, hefur valdið fyrirtækjum og heimilum þungbæru böli. Á sama tíma er lágt gengi krónunnar, eftir hrun, ávísun á bætta samkeppnishæfni útflutnings- og samkeppnisgreina (t.d. ferðaþjónustu). Gengisfallið hefur snúið gífurlegum viðskiptahalla (og þar með skuldasöfnun) í viðskiptajöfnuð. Lággengi krónunnar og styrking útflutningsgreina á að gera okkur kleift að afla meiri erlends gjaldeyris til að borga niður skuldir. Takist okkur að skilja skuldir einkaaðila eftir í þrotabúum gömlu bankanna, eiga Íslendingar þar með að geta unnið sig út úr kreppunni hraðar en þær þjóðir, sem búa áfram við hágengi og fjármálakerfi, sem er maðksmogið af „vondum“ útlánum. Aftur til fortíðarBíðum nú við. Er ekki verið að snúa hér öllu á haus? Er eftirsóknarvert að hafa traustan gjaldmiðil, stöðugt verðlag og lága vexti eða ekki? Er hægt að mæla því bót, að búa við veikan gjaldmiðil og ófyrirsjáanlegar sveiflur í verðlagi, greiðslubyrði skulda o.s.frv.? Hvert er svarið? Auðvitað er eftirsóknarvert að búa við stöðugleika. En ef það mistekst, þá hljóðar okkar gamla húsráð upp á það, að skjótvirkasta meðalið til að ná aftur bata sé að fella gengið. Gengisfelling er með öðrum hin eina sanna patentlausn landans. Það er inngróið í lífsreynslu Íslendinga, að leiðin út úr efnahagslegum ógöngum – þegar framleiðslukostnaður innan lands er orðinn hærri en svo, að við getum selt fiskinn í útlöndum – sé sú að fella gengið. Enda hafa landstjórnarmenn íslenskir fellt gengið oftar en tölu verður á komið á lýðveldistímanum. Þetta er ekki verri mælikvarði en hver annar á það, hvernig okkur hefur tekist til um hagstjórnina: Tvö þúsund sinnum verr en Dönum frá því við skildum við þá að borði og sæng. Elsta kynslóð núlifandi Íslendinga hefur vanist því að hagstjórnarfúsk af þessu tagi sé í lagi, af því að við getum alltaf reddað okkur út úr ógöngum með því að fella gengið. Kannski var okkur nokkur vorkunn meðan við bjuggum við einhæft og lokað hagkerfi með eina útflutningsgrein: Fisk. Hagsveiflan átti uppruna sinn í aflabrögðum og verðlagi á erlendum mörkuðum. Við fengum við hvorugt ráðið. Þetta var bara svona. Ef sjávarútvegurinn var í uppsveiflu, þá hækkuðu öll laun og tilkostnaður. Ef fiskurinn var orðinn dýrari en neytendur í útlöndum vildu borga, þá lækkuðum við tilkostnaðinn – kaupið – með einu pennastriki. Við þurftum ekki að hafa áhyggjur af fjárflótta. Stjórnvöld héldu uppi ströngum gjaldeyrishöftum og erlend fjárfesting var engin. Við þurftum heldur ekki að hafa áhyggjur af samkeppnishæfni annarra atvinnugreina. Þær þrifust ekki við þessar aðstæður, umfram smáiðnað fyrir heimamarkað og í skjóli tollverndar. Spurningin er: Getum við haldið þessu áfram? Eða öllu heldur: Getum við horfið aftur til fortíðar – eftir hrun? Veröld sem varHvort sem okkur líkar betur eða verr, þá er þetta veröld sem var. Hlutdeild sjávarútvegsins í þjóðarframleiðslunni er innan við 8% og hlutdeild hans í gjaldeyrisöfluninni var komin niður undir 30% fyrir hrun. Störf í sjávarútvegi og landbúnaði til samans eru innan við 11.000. Það er borin von, að þau 20.000 störf sem við þurfum nú að skapa, til þess að útrýma atvinnuleysinu, verði til í sjávarútvegi og landbúnaði. Þorri Íslendinga vinnur nú þegar í atvinnugreinum, sem Hagstofan flokkar undir iðnað og þjónustu, verslun og viðskipti. Við rekum viðamikið skólakerfi, frá vöggustofu upp í háskóla, til að búa unga fólkið undir störf í þessum greinum. Þessi störf munu verða til í orkugeiranum og afleiddum greinum, í margvíslegum þekkingariðnaði, sem byggir á rannsóknum og þróun, eða innfluttri tækni, og snýst m.a. um hugbúnað, hönnun, líftækni, lyfjaframleiðslu, heilbrigðis- og ferðaþjónustu o.fl.. Fyrir nú utan þær atvinnugreinar, sem verða til í framtíðinni, en við kunnum ekki einu sinni að nefna í núinu. Það sem þessar atvinnugreinar framtíðarinnar eiga flestar sameiginlegt er það, að til þess að vaxa og dafna þurfa þær að búa við stöðugleika. Fyrirtæki í þessum greinum byggja á áætlunargerð og markaðsstarfi langt fram í tímann. Þau þurfa aðgang að erlendu fjármagni og erlendum mörkuðum, af því að heimamarkaðurinn er of smár. Grunnstærðir eins og t.d. gengi gjaldmiðilsins, verð aðfanga og afurða, aðgengi að fjármagni og greiðslubyrði skulda verða að vera þekktar og áreiðanlegar fram í tímann. Skammtímahugsun og reddingarhugarfar veiðimannasamfélagsins heyrir til liðinni tíð. Nýliðin reynsla, endalok tilraunarinnar með Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð, á grundvelli okkar gömlu og gengisfelldu krónu – myntsvæðis á stærð við smáborg í útlöndum – ætti að hafa kennt okkur þessa lexíu í eitt skipti fyrir öll. Nýja Ísland verður ekki byggt á svo ótraustum grunni. Okkur er lífsnauðsyn að tengjast stærra myntsvæði, sem getur fært okkur stöðugt efnahagsumhverfi. Ella munu atvinnugreinar framtíðarinnar ekki þrífast hér og fólkið, sem við menntuðum til starfa í þessum greinum, mun ekki búa hér. * * * * *Þegar við tökum upp evruna, verðum við að semja um samkeppnishæft gengi í upphafi. Síðan stöndum við frammi fyrir því verkefni, eins og aðrar þróaðar þjóðir, að viðhalda jafnvægi og þar með samkeppnishæfni í okkar þjóðarbúskap með agaðri hagstjórn. Við getum t.d. ekki leyft okkur að semja um launahækkanir innanlands langt umfram það sem gerist hjá viðskiptaþjóðum okkar. Og þá þýðir ekki að slá endalaust lán í útlöndum til þess að fara á fjárfestingar- eða neyslufyllirí, án þess að hugsa um morgundaginn. Við verðum m.ö.o. að fara að temja okkur ytri aga og festu í hagstjórn að minnsta kosti til jafns við Dani, sem við sögðum skilið við fyrir rúmlega hálfri öld. Því að við getum ekki mikið lengur reitt okkur á patentlausnir – gengisfellingu gjaldmiðilsins – til að redda okkur eftir að allt er komið í kalda kol. Við verðum í framtíðinni að semja okkur að siðum annarra þjóða og laga þjóðarbúskapinn að breytilegum ytri aðstæðum, jafnt og þétt, með þeim hagstjórnartækjum, sem við höfum yfir að ráða: Aga í ríkisfjármálum og virkum vinnumarkaðsaðgerðum. Eins og sýnt hefur verið fram á hefur mörgum smáþjóðum innan Evrópusambandsins tekist þetta, án þess að borga fyrir stöðugleikann með auknu atvinnuleysi. Hvers vegna ættum við ekki að geta það líka? Eigum við nokkurra annarra kosta völ? Höfundur lagði stund á samanburð hagkerfa við Harvard-háskóla 1976-77. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 1. maí sl. tók ég mér fyrir hendur að leiðrétta 11 firrur um Evrópusambandið, sem ýmsir frambjóðendur héldu að kjósendum í nýliðinni kosningabaráttu. Greinin vakti talsverð viðbrögð lesenda, bæði jákvæð og neikvæð. Sumir lesendur sögðu sem svo: Vera má að þú hafir rétt fyrir þér – eða allavega nokkuð til þíns máls – um þessi ellefu málasvið. En er það virkilega svo, að þú sjáir enga ókosti við Evrópusambandið? Vissulega er það svo að ég óttast hvorki um sjálfstæði Íslands né fullveldi. Ég óttast hvorki um eignarhald á auðlindum okkar, né heldur að við getum ekki náð ásættanlegri samningsniðurstöðu um áframhaldandi forræði okkar yfir sjávarauðlindinni. Ég er líka alveg viss um, að við munum áfram stunda landbúnað á Íslandi. Og ég hef ekki áhyggjur af því, að við getum ekki gætt hagsmuna okkar og haft eðlileg áhrif í samstarfi við Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóðir, innan Evrópusamstarfsins. Ég læt heldur engan telja mér trú um, að Evrópusambandið sé kapítalistísk valdastofnun, hvað þá heldur sósíalískt ríkisforsjárbákn. Hvorugt er rétt. En er þá virkilega ekkert að óttast? Frómt frá sagt þá hef ég mestar áhyggjur af peningamálastefnunni. Hvað á ég við? Er það ekki einmitt fyrst og fremst evran – þessi trausti alþjóðlegi gjaldmiðill – sem Íslendingar sjá í hillingum í staðinn fyrir gengisfellda krónuna? Er það ekki einmitt peningamálasamstarfið, sem flestum okkar þykir eftirsóknarverðast? Er það ekki það sem á að færa okkur stöðugleika gengis og gjaldmiðils – stöðugt verðlag, lága vexti og lægra verð á lífsnauðsynjum? Áföll – og áfallahjálpEr það ekki einmitt stöðugleikinn, sem fyrirtæki og heimili á Íslandi þrá og þurfa mest á að halda? Viljum við ekki fyrst og fremst losna við þessar ófyrirsjáanlegu sveiflur í verðlagi og vöxtum og þar með greiðslubyrði skulda? Höfum við ekki fengið okkur fullsödd af því að vera fórnarlömb í fjárhættuspili með afkomu okkar og atvinnu? Sjálf evran – er hún ekki höfuðdjásn og helsta hnoss Evrópusambandsins – sjálft haldreipi stöðugleikans? Mikið rétt. Þjóð sem hefur orðið fyrir gjaldmiðilshruni, til viðbótar við hrun fjármálakerfisins, ætti að kunna öðrum þjóðum fremur að meta fyrirheit um traustan gjaldmiðil og þann stöðugleika í efnahagsumhverfinu, sem í því felst. Við erum þessi misserin að upplifa afleiðingar gjaldmiðilshruns. Við erum að upplifa innflutningsverðbólgu og óbærilega vexti í kjölfarið. Okkur stendur mörgum hverjum ógn af því, hvernig gengis- eða verðtryggð lán eru að stefna fjölskyldum okkar í greiðslu- eða gjaldþrot. Nær 20.000 Íslendingar hafa misst vinnuna vegna þess að erlendar skuldir fyrirtækjanna hafa tvöfaldast í einu vetfangi. Þúsundir heimila horfa fram á að missa íbúðina um leið og atvinnuna. Þetta er neyðarástand. Og þetta neyðarástand er bein afleiðing af því, að þjóðargjaldmiðill okkar, íslenska krónan, er hruninn. Flestir þeirra sem fást við það að reka fyrirtæki og hafa annað fólk í vinnu eygja enga von til framtíðar, aðra en þá að skipta um gjaldmiðil – taka upp evru. Hvernig má þá vera að ég lýsi áhyggjum mínum helst út af peningamálastefnu Evrópusambandsins? Er sjálf evran – sem á að vera lausnin – orðin að vandamáli? Þetta virðist við fyrstu sýn vera dálítil þversögn. Það sem við nú eygjum sem höfuðkost, kann líka síðar meir að hafa í för með sér vandamál, sem kalla á aðrar lausnir. Hvað ætti það svo sem að vera? Eftir að við höfum einu sinni tekið upp evruna, með fyrirheiti um allan þann stöðugleika sem því fylgir – þá getum við ekki fellt gengið. Þjóðartjón eða töfralausn?Hver var helsti kosturinn við krónuna að bestu manna yfirsýn á liðinni öld? Hann var að geta fellt gengi hennar eftir þörfum. Í upphafi var íslenska krónan jafngildi dönsku krónunnar. Núna þarf ca. 2.000 íslenskar krónur til að vega upp eina danska. Þetta má orða svo, að hagstjórnin á Íslandi hafi reynst vera tvö þúsund sinnum lélegri en í Danmörku. Og þetta teljum við okkar íslensku krónu helst til ágætis! Hún er svo sveigjanleg, segjum við. Hvað er gengisfelling? Hún er afleiðing óstjórnar og viðurkenning á mistökum. En hún getur líka verið viðbrögð við ytri áföllum, sem við ráðum ekki við. Hún er aðgerð til þess að lækka framleiðslukostnað innanlands, eins og það heitir á máli atvinnurekenda. Á máli launþega heitir þetta hins vegar kauplækkun. Gengislækkun bætir samkeppnishæfni og styrkir stöðu útflutnings. En hún er um leið efnahagslegt örþrifaráð – neyðarúrræði, þótt hún geti á stundum verið óumflýjanleg. Gengishrunið, sem við erum nú að ganga í gegnum, hefur valdið fyrirtækjum og heimilum þungbæru böli. Á sama tíma er lágt gengi krónunnar, eftir hrun, ávísun á bætta samkeppnishæfni útflutnings- og samkeppnisgreina (t.d. ferðaþjónustu). Gengisfallið hefur snúið gífurlegum viðskiptahalla (og þar með skuldasöfnun) í viðskiptajöfnuð. Lággengi krónunnar og styrking útflutningsgreina á að gera okkur kleift að afla meiri erlends gjaldeyris til að borga niður skuldir. Takist okkur að skilja skuldir einkaaðila eftir í þrotabúum gömlu bankanna, eiga Íslendingar þar með að geta unnið sig út úr kreppunni hraðar en þær þjóðir, sem búa áfram við hágengi og fjármálakerfi, sem er maðksmogið af „vondum“ útlánum. Aftur til fortíðarBíðum nú við. Er ekki verið að snúa hér öllu á haus? Er eftirsóknarvert að hafa traustan gjaldmiðil, stöðugt verðlag og lága vexti eða ekki? Er hægt að mæla því bót, að búa við veikan gjaldmiðil og ófyrirsjáanlegar sveiflur í verðlagi, greiðslubyrði skulda o.s.frv.? Hvert er svarið? Auðvitað er eftirsóknarvert að búa við stöðugleika. En ef það mistekst, þá hljóðar okkar gamla húsráð upp á það, að skjótvirkasta meðalið til að ná aftur bata sé að fella gengið. Gengisfelling er með öðrum hin eina sanna patentlausn landans. Það er inngróið í lífsreynslu Íslendinga, að leiðin út úr efnahagslegum ógöngum – þegar framleiðslukostnaður innan lands er orðinn hærri en svo, að við getum selt fiskinn í útlöndum – sé sú að fella gengið. Enda hafa landstjórnarmenn íslenskir fellt gengið oftar en tölu verður á komið á lýðveldistímanum. Þetta er ekki verri mælikvarði en hver annar á það, hvernig okkur hefur tekist til um hagstjórnina: Tvö þúsund sinnum verr en Dönum frá því við skildum við þá að borði og sæng. Elsta kynslóð núlifandi Íslendinga hefur vanist því að hagstjórnarfúsk af þessu tagi sé í lagi, af því að við getum alltaf reddað okkur út úr ógöngum með því að fella gengið. Kannski var okkur nokkur vorkunn meðan við bjuggum við einhæft og lokað hagkerfi með eina útflutningsgrein: Fisk. Hagsveiflan átti uppruna sinn í aflabrögðum og verðlagi á erlendum mörkuðum. Við fengum við hvorugt ráðið. Þetta var bara svona. Ef sjávarútvegurinn var í uppsveiflu, þá hækkuðu öll laun og tilkostnaður. Ef fiskurinn var orðinn dýrari en neytendur í útlöndum vildu borga, þá lækkuðum við tilkostnaðinn – kaupið – með einu pennastriki. Við þurftum ekki að hafa áhyggjur af fjárflótta. Stjórnvöld héldu uppi ströngum gjaldeyrishöftum og erlend fjárfesting var engin. Við þurftum heldur ekki að hafa áhyggjur af samkeppnishæfni annarra atvinnugreina. Þær þrifust ekki við þessar aðstæður, umfram smáiðnað fyrir heimamarkað og í skjóli tollverndar. Spurningin er: Getum við haldið þessu áfram? Eða öllu heldur: Getum við horfið aftur til fortíðar – eftir hrun? Veröld sem varHvort sem okkur líkar betur eða verr, þá er þetta veröld sem var. Hlutdeild sjávarútvegsins í þjóðarframleiðslunni er innan við 8% og hlutdeild hans í gjaldeyrisöfluninni var komin niður undir 30% fyrir hrun. Störf í sjávarútvegi og landbúnaði til samans eru innan við 11.000. Það er borin von, að þau 20.000 störf sem við þurfum nú að skapa, til þess að útrýma atvinnuleysinu, verði til í sjávarútvegi og landbúnaði. Þorri Íslendinga vinnur nú þegar í atvinnugreinum, sem Hagstofan flokkar undir iðnað og þjónustu, verslun og viðskipti. Við rekum viðamikið skólakerfi, frá vöggustofu upp í háskóla, til að búa unga fólkið undir störf í þessum greinum. Þessi störf munu verða til í orkugeiranum og afleiddum greinum, í margvíslegum þekkingariðnaði, sem byggir á rannsóknum og þróun, eða innfluttri tækni, og snýst m.a. um hugbúnað, hönnun, líftækni, lyfjaframleiðslu, heilbrigðis- og ferðaþjónustu o.fl.. Fyrir nú utan þær atvinnugreinar, sem verða til í framtíðinni, en við kunnum ekki einu sinni að nefna í núinu. Það sem þessar atvinnugreinar framtíðarinnar eiga flestar sameiginlegt er það, að til þess að vaxa og dafna þurfa þær að búa við stöðugleika. Fyrirtæki í þessum greinum byggja á áætlunargerð og markaðsstarfi langt fram í tímann. Þau þurfa aðgang að erlendu fjármagni og erlendum mörkuðum, af því að heimamarkaðurinn er of smár. Grunnstærðir eins og t.d. gengi gjaldmiðilsins, verð aðfanga og afurða, aðgengi að fjármagni og greiðslubyrði skulda verða að vera þekktar og áreiðanlegar fram í tímann. Skammtímahugsun og reddingarhugarfar veiðimannasamfélagsins heyrir til liðinni tíð. Nýliðin reynsla, endalok tilraunarinnar með Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð, á grundvelli okkar gömlu og gengisfelldu krónu – myntsvæðis á stærð við smáborg í útlöndum – ætti að hafa kennt okkur þessa lexíu í eitt skipti fyrir öll. Nýja Ísland verður ekki byggt á svo ótraustum grunni. Okkur er lífsnauðsyn að tengjast stærra myntsvæði, sem getur fært okkur stöðugt efnahagsumhverfi. Ella munu atvinnugreinar framtíðarinnar ekki þrífast hér og fólkið, sem við menntuðum til starfa í þessum greinum, mun ekki búa hér. * * * * *Þegar við tökum upp evruna, verðum við að semja um samkeppnishæft gengi í upphafi. Síðan stöndum við frammi fyrir því verkefni, eins og aðrar þróaðar þjóðir, að viðhalda jafnvægi og þar með samkeppnishæfni í okkar þjóðarbúskap með agaðri hagstjórn. Við getum t.d. ekki leyft okkur að semja um launahækkanir innanlands langt umfram það sem gerist hjá viðskiptaþjóðum okkar. Og þá þýðir ekki að slá endalaust lán í útlöndum til þess að fara á fjárfestingar- eða neyslufyllirí, án þess að hugsa um morgundaginn. Við verðum m.ö.o. að fara að temja okkur ytri aga og festu í hagstjórn að minnsta kosti til jafns við Dani, sem við sögðum skilið við fyrir rúmlega hálfri öld. Því að við getum ekki mikið lengur reitt okkur á patentlausnir – gengisfellingu gjaldmiðilsins – til að redda okkur eftir að allt er komið í kalda kol. Við verðum í framtíðinni að semja okkur að siðum annarra þjóða og laga þjóðarbúskapinn að breytilegum ytri aðstæðum, jafnt og þétt, með þeim hagstjórnartækjum, sem við höfum yfir að ráða: Aga í ríkisfjármálum og virkum vinnumarkaðsaðgerðum. Eins og sýnt hefur verið fram á hefur mörgum smáþjóðum innan Evrópusambandsins tekist þetta, án þess að borga fyrir stöðugleikann með auknu atvinnuleysi. Hvers vegna ættum við ekki að geta það líka? Eigum við nokkurra annarra kosta völ? Höfundur lagði stund á samanburð hagkerfa við Harvard-háskóla 1976-77.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun