HK náði að minnka forskot Selfyssinga í sex stig eftir 2-1 sigur á Selfossi í toppslag 1. deild karla. HK komst einnig upp fyrir Hauka í 2. sætið með sigrinum en Haukaliðið á leik inni.
Hörður Magnússon skoraði sigurmark HK í seinni hálfleik eftir að Sævar Þór Gíslason hafði náð að jafna leikinn skömmu áður. Rúnar Már Sigurjónsson kom HK í 1-0 í fyrri hálfleik.
Landsliðsmarkvörður HK, Gunnleifur Gunnleifsson, varði vítaspyrnu frá markahæsta manni 1.deildar, Sævari Þór Gíslasyni, í stöðunni 0-0 í fyrri hálfleik.