Körfubolti

Teitur: Stærsti titillinn á ferlinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Teitur Örlygsson, þjálfari Njarðvíkur.
Teitur Örlygsson, þjálfari Njarðvíkur. Mynd/Daníel

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur unnið fjöldamarga titla á sínum ferli sem leikmaður en hann sagði að bikarmeistaratitillinn í dag sé sá sætasti.

Teitur tók við liði Stjörnunnar í desember síðastliðnum eftir að liðinu hafði gengið illa á haustmánuðunum. Hann náði strax að snúa gengi sinna manna við og vann fljótlega góðan sigur á Grindavík í deildinni.

Hann gerði svo enn betur í dag er hann stýrði Stjörnunni til sigurs í úrslitaleik bikarkeppni karla gegn KR sem hefur verið með fádæma yfirburði í deildinni í vetur enda með ógnarsterkt lið.

„Án þess að draga neitt úr öðrum sigrum mínum á ferlinum held ég að þetta sé sá stærsti til þessa," sagði Teitur eftir leik.

„En það kom okkur ekkert á óvart í dag. Við vorum búnir að fara yfir allt í leik KR og héldum bara áfram og áfram þar til við unnum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×