Þjálfari HK réðst á dómara Andri Ólafsson skrifar 28. apríl 2009 18:45 Björgvin Sigurbjörnsson. Aganefnd KSÍ mun í vikunni fjalla um atvik sem upp kom í leik Breiðabliks og HK í 3. flokki kvenna um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu missti þjálfari HK, Björgvin Sigurbjörnsson, algjörlega stjórn á skapi sínu og veittist með ofbeldi að dómara leiksins Hauki Valdimarssyni. Fjölmörg vitni voru að atvikinu. Atvikið mun hafa átt sér stað í fyrri hálfleik eftir að dómara leiksins dæmdi vitlaust innkast á HK. Björgvin þjálfari missti þá gjörsamlega stjórn á skapi sínu, hljóp inn á völlinn, hellti sér yfir dómarann og sparkaði bolta í hann. Dómarinn svaraði með því að sýna Björgvini rauða spjaldið og vísaði honum af vellinnum. Björgvin lét sér hins vegar ekki segjast. Hann veittist þess í stað að dómaranum og gaf honum högg í síðuna. Því næst strunsaði hann af vellinum en lét þá orð falla sem vitni hafa túlkað sem hótanir í garð dómarans. KSÍ veit af atvikinu og hefur óskað eftir upplýsingum um málið frá HK og Breiðablik. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri sambandsins sagði málið grafalvarlegt ef rétt reynist. Hann ítrekaði þó að það væri aganefndarinnar að fjalla um málið og úrskurða í því. Fréttastofa ræddi við Björgvin Sigurbjörnsson þjálfara í dag. Hann viðurkenndi að hafa gengið of langt og sagðist hafa beðið dómara leiksins afsökunar á framferði sínu. Hann ætlar hins vegar ekki að láta að störfum sem þjálfari hjá HK. Þá hefur knattspyrnudeild HK ekki tekið neinar ákvarðanir um framtíð Björgvins í kjölfar málsins. Haukur Valdimarsson knattspyrnudómari villdi lítið tjá sig um málið við fréttastofu í dag. Hann sagði málið nú á borði HK og KSÍ og að væri þeirra að leysa úr þeirra stöðu sem upp væri kominn. Hann staðfesti að öðru leyti þá frásögn af atburðinum sem fram kemur hér að ofan. Umræddur leikur HK og Breiðabliks endaði 1-0 fyrir HK Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Aganefnd KSÍ mun í vikunni fjalla um atvik sem upp kom í leik Breiðabliks og HK í 3. flokki kvenna um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu missti þjálfari HK, Björgvin Sigurbjörnsson, algjörlega stjórn á skapi sínu og veittist með ofbeldi að dómara leiksins Hauki Valdimarssyni. Fjölmörg vitni voru að atvikinu. Atvikið mun hafa átt sér stað í fyrri hálfleik eftir að dómara leiksins dæmdi vitlaust innkast á HK. Björgvin þjálfari missti þá gjörsamlega stjórn á skapi sínu, hljóp inn á völlinn, hellti sér yfir dómarann og sparkaði bolta í hann. Dómarinn svaraði með því að sýna Björgvini rauða spjaldið og vísaði honum af vellinnum. Björgvin lét sér hins vegar ekki segjast. Hann veittist þess í stað að dómaranum og gaf honum högg í síðuna. Því næst strunsaði hann af vellinum en lét þá orð falla sem vitni hafa túlkað sem hótanir í garð dómarans. KSÍ veit af atvikinu og hefur óskað eftir upplýsingum um málið frá HK og Breiðablik. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri sambandsins sagði málið grafalvarlegt ef rétt reynist. Hann ítrekaði þó að það væri aganefndarinnar að fjalla um málið og úrskurða í því. Fréttastofa ræddi við Björgvin Sigurbjörnsson þjálfara í dag. Hann viðurkenndi að hafa gengið of langt og sagðist hafa beðið dómara leiksins afsökunar á framferði sínu. Hann ætlar hins vegar ekki að láta að störfum sem þjálfari hjá HK. Þá hefur knattspyrnudeild HK ekki tekið neinar ákvarðanir um framtíð Björgvins í kjölfar málsins. Haukur Valdimarsson knattspyrnudómari villdi lítið tjá sig um málið við fréttastofu í dag. Hann sagði málið nú á borði HK og KSÍ og að væri þeirra að leysa úr þeirra stöðu sem upp væri kominn. Hann staðfesti að öðru leyti þá frásögn af atburðinum sem fram kemur hér að ofan. Umræddur leikur HK og Breiðabliks endaði 1-0 fyrir HK
Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira