Royal Unibrew í slagsmálum við Heineken 20. nóvember 2009 09:12 Þannig hljómar fyrirsögn í viðskiptablaðinu Börsen þar sem fjallað er um ágreingin sem kominn er upp milli Royal Unibrew næststærstu burggverksmiðju Danmerkur og hollenska ölrisans Heineken. Royal Unibrew og Heineken eru samstarfsaðilar og framleiðir Royal Unibrew m.a. Heineken-öl í Danmörku samkvæmt leyfi frá Heineken.Sem kunnugt er af fréttum eru Stoðir stærsti einstaki hluthafinn í Royal Unibrew með 16% og hafa Stoðir gert kröfu um að fá mann í stjórn bruggverksmiðjanna. Straumur á einnig 4% hlut í Royal Unibrew.Heineken mun vera lítt hrifið af þeim samningi sem Royal Unibrew hefur gert við Cerveceria Nacional Dominicana (CND) í Dóminíkanska lýðveldinu en CND vill kaupa þrjú brugghús sem Royal Unibrew á í Karabíska hafinu.Maðkurinn í mysunni í fyrrgreindu samkomulagi hefur ekki verið opinber hingað til en kemur fram í greinargerð með hlutafjáraukningunni hjá Royal Unibrew sem nú stendur yfir. Royal Unibrew og Heineken vinna saman að bruggun maltdrykksins Vitamalt en Royal Unibrew selur hann í Karabíska hafinu. Framleiðsluleyfi fyrir Vitamalt er innifalið í samningnum við CND en Heineken vill meina að þeir eigi forgangsrétt að leyfinu og að átt hefði að bjóða Heineken leyfið áður en það var selt til „þriðja aðila".Samingurinn við CND er svo aftur grundvöllur fyrir hlutabréfaaukningunni en með honum, ef hann verður samþykktur, lækka skuldir Royal Unibrew um 200 milljónir danskra kr. Heildarskuldirnar eru nú um 2 milljarðar danskra kr.Henrik Brandt forstjóri Royal Unibrew vill draga úr því að þetta muni ráða úrslitum um hvort samningurinn við CND gangi eftir eða ekki. „Það er alveg eðlilegt að við ræðum málin af og til við samstarfsaðila okkar," segir Brandt. „Hér er um viðskiptalegan ágreining að ræða sem við teljum okkur geta leyst."Heineken vill ekki tjá sig um málið við Börsen en bendir á að ef grundvöllur samkomulags, eins og er í gangi við Royal Unibrew um Vitamalt, breytist geti kaupandinn krafist þess að samið verði að nýju. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þannig hljómar fyrirsögn í viðskiptablaðinu Börsen þar sem fjallað er um ágreingin sem kominn er upp milli Royal Unibrew næststærstu burggverksmiðju Danmerkur og hollenska ölrisans Heineken. Royal Unibrew og Heineken eru samstarfsaðilar og framleiðir Royal Unibrew m.a. Heineken-öl í Danmörku samkvæmt leyfi frá Heineken.Sem kunnugt er af fréttum eru Stoðir stærsti einstaki hluthafinn í Royal Unibrew með 16% og hafa Stoðir gert kröfu um að fá mann í stjórn bruggverksmiðjanna. Straumur á einnig 4% hlut í Royal Unibrew.Heineken mun vera lítt hrifið af þeim samningi sem Royal Unibrew hefur gert við Cerveceria Nacional Dominicana (CND) í Dóminíkanska lýðveldinu en CND vill kaupa þrjú brugghús sem Royal Unibrew á í Karabíska hafinu.Maðkurinn í mysunni í fyrrgreindu samkomulagi hefur ekki verið opinber hingað til en kemur fram í greinargerð með hlutafjáraukningunni hjá Royal Unibrew sem nú stendur yfir. Royal Unibrew og Heineken vinna saman að bruggun maltdrykksins Vitamalt en Royal Unibrew selur hann í Karabíska hafinu. Framleiðsluleyfi fyrir Vitamalt er innifalið í samningnum við CND en Heineken vill meina að þeir eigi forgangsrétt að leyfinu og að átt hefði að bjóða Heineken leyfið áður en það var selt til „þriðja aðila".Samingurinn við CND er svo aftur grundvöllur fyrir hlutabréfaaukningunni en með honum, ef hann verður samþykktur, lækka skuldir Royal Unibrew um 200 milljónir danskra kr. Heildarskuldirnar eru nú um 2 milljarðar danskra kr.Henrik Brandt forstjóri Royal Unibrew vill draga úr því að þetta muni ráða úrslitum um hvort samningurinn við CND gangi eftir eða ekki. „Það er alveg eðlilegt að við ræðum málin af og til við samstarfsaðila okkar," segir Brandt. „Hér er um viðskiptalegan ágreining að ræða sem við teljum okkur geta leyst."Heineken vill ekki tjá sig um málið við Börsen en bendir á að ef grundvöllur samkomulags, eins og er í gangi við Royal Unibrew um Vitamalt, breytist geti kaupandinn krafist þess að samið verði að nýju.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira