Baulað á Hamilton eftir árekstur 12. mars 2009 09:42 Lewis Hamilton á ferð á Spáni, en Formúlu 1lið eru við æfingar þar í dag. Mynd: Getty Images McLaren og Lewis Hamilton eiga ekki sjö dagana sæla á æfingum Í Barcelona. Hamilton keyrði útaf í gær og skemmdi McLaren bílinn. Liðið hefur náð slökum æfingatímum síðustu daga. Hamilton flaug út í malargryjfu á æfingunni á Spáni við mikinn fögnuð heimamanna, sem er enn ósáttir við McLaren vegna slakrar meðferðar á Fernando Alonso um árið. Það er allavega mat spænskra að illa hafi verið komið fram við Alonso hjá liðinu. Hann ekur núna Renault. Sjálfur Michael Schumacher fór á staðinn þar sem McLaren bíllinn sat fastur og skoðaði bílinn í krók og kring. Hamilton stóð álengdar með krosslagðar hendur og þegar hann mætti aftur á þjónustusvæðið, þá bauluðu áhorfendur og blístruðu sem mest þeir máttu á heimsmeistarann. Æfingarnar halda áfram í dag, en í gær náði Jenson Button besta tíma á nýjum Brawn GP keppnisbíl sem hefur komið öðrum liðum í opna skjöldu. Á meðan gengur ekki hjá McLaren og Hamilton. Sjá nánar um æfingarnar Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
McLaren og Lewis Hamilton eiga ekki sjö dagana sæla á æfingum Í Barcelona. Hamilton keyrði útaf í gær og skemmdi McLaren bílinn. Liðið hefur náð slökum æfingatímum síðustu daga. Hamilton flaug út í malargryjfu á æfingunni á Spáni við mikinn fögnuð heimamanna, sem er enn ósáttir við McLaren vegna slakrar meðferðar á Fernando Alonso um árið. Það er allavega mat spænskra að illa hafi verið komið fram við Alonso hjá liðinu. Hann ekur núna Renault. Sjálfur Michael Schumacher fór á staðinn þar sem McLaren bíllinn sat fastur og skoðaði bílinn í krók og kring. Hamilton stóð álengdar með krosslagðar hendur og þegar hann mætti aftur á þjónustusvæðið, þá bauluðu áhorfendur og blístruðu sem mest þeir máttu á heimsmeistarann. Æfingarnar halda áfram í dag, en í gær náði Jenson Button besta tíma á nýjum Brawn GP keppnisbíl sem hefur komið öðrum liðum í opna skjöldu. Á meðan gengur ekki hjá McLaren og Hamilton. Sjá nánar um æfingarnar
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira