Dólar Button eða sýnir meistaratakta? 14. október 2009 08:13 Jenson Button gæti orðið arftaki Lewis Hamilton hvað meistaratitilinn varðar um helgina. mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button getur tryggt sér meistaratitil ökumanna í Interlagos í Brasilíu um helgina. Honum nægir þriðja sætið ef keppinautar hans um titilinn, Rubens Barrichello og Sebastian Vettel verða ekki ofar honum. En mörgum er tiðrætt um að Button hefur ekki unnið mót síðan í vor, fyrir 10 mótum síðan og setja spurningamerki við titilsókn hans. Gamli meistarinn Damon Hill finnst að hann verði að taka á sig rögg og vinna annað tveggja síðustu mótanna, til að sýna að hann hafi virkilega verið sá besti í ár. Það sé lítill sómi í því að dóla í mark til að ná stigum. Þetta gerði þó Lewis Hamilton í kapphlaupinu við Felipe Massa í fyrra. Hamilton varð fimmti, en Massa vann og tapaði titlinum með eins stigs mun. Lokamótið í fyrra var sannkallaður spennutryllir í rigningu og úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. Ný lýkur mótinu í Abu Dhabi á nýrri braut sem engin hefur ekið og það setur strik í reikningin. Þá gæti rigningu sem er spáð í Interlagos ruglað málum og hjálpað Vettel sem er 16 stigum á eftir Button, en Barrichello er 14 stigum á eftir. Button hefur átt frekar daufan feril miðað við marga og honum er mikið í mun að tróna á toppnum á þessu keppnistímabili. Það hjálpar honum líka í samningaviðræðum við Brawn liðið sem hefur ekki enn ákveðið hvaða ökumenn verða hjá liðinu á næsta ári. Það er því allt undir hjá Button, en spurningin er hvort hann dólar eða sýnir meistaratakta til að ná markmiði sínu. Ítarleg umfjöllun verður um möguleika ökumanna í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Þá verður rætt við Felipe Massa sem ók Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í vikunni eftir slysið í Ungverjalandi í sumar. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Jenson Button getur tryggt sér meistaratitil ökumanna í Interlagos í Brasilíu um helgina. Honum nægir þriðja sætið ef keppinautar hans um titilinn, Rubens Barrichello og Sebastian Vettel verða ekki ofar honum. En mörgum er tiðrætt um að Button hefur ekki unnið mót síðan í vor, fyrir 10 mótum síðan og setja spurningamerki við titilsókn hans. Gamli meistarinn Damon Hill finnst að hann verði að taka á sig rögg og vinna annað tveggja síðustu mótanna, til að sýna að hann hafi virkilega verið sá besti í ár. Það sé lítill sómi í því að dóla í mark til að ná stigum. Þetta gerði þó Lewis Hamilton í kapphlaupinu við Felipe Massa í fyrra. Hamilton varð fimmti, en Massa vann og tapaði titlinum með eins stigs mun. Lokamótið í fyrra var sannkallaður spennutryllir í rigningu og úrslitin réðust á síðustu sekúndunum. Ný lýkur mótinu í Abu Dhabi á nýrri braut sem engin hefur ekið og það setur strik í reikningin. Þá gæti rigningu sem er spáð í Interlagos ruglað málum og hjálpað Vettel sem er 16 stigum á eftir Button, en Barrichello er 14 stigum á eftir. Button hefur átt frekar daufan feril miðað við marga og honum er mikið í mun að tróna á toppnum á þessu keppnistímabili. Það hjálpar honum líka í samningaviðræðum við Brawn liðið sem hefur ekki enn ákveðið hvaða ökumenn verða hjá liðinu á næsta ári. Það er því allt undir hjá Button, en spurningin er hvort hann dólar eða sýnir meistaratakta til að ná markmiði sínu. Ítarleg umfjöllun verður um möguleika ökumanna í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld. Þá verður rætt við Felipe Massa sem ók Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í vikunni eftir slysið í Ungverjalandi í sumar. Sjá brautarlýsingu frá Brasilíu
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira