Styrkleikaröðun klár fyrir opna ástralska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2009 11:15 Novak Djokovic bar sigur úr býtum í einliðaleik karla í fyrra. Nordic Photos / Getty Images Búið er að raða þeim 32 bestu keppendum sem taka þátt í opna ástralska meistaramótinu í tennis í sæti samkvæmt styrkleikaröð. Raðað er samkvæmt stöðu leikmanna á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins en þeir sem ekki geta tekið þátt í mótinu er vitanlega ekki raðað í sæti. Nikolay Davydenko er eini leikmaðurinn úr fremstu röð í einliðaleik karla sem ekki getur spilað á mótinu vegna meiðsla. Maria Sharapova er einnig frá vegna meiðsla í kvennaflokki en hún bar sigur úr býtum á mótinu í fyrra. Mótið hefst á mánudaginn næstkomandi og eru margir sem veðja á að Skotinn Andy Murray muni ná langt á mótinu en hann hefur verið í góðu formi undanfarið. Hann er í fjórða sæti styrkleikalistans í einliðaleik karla en Spánverjinn Rafael Nadal er efstur. Í kvennaflokki er Jelena Jankovic frá Serbíu efst og Serena Williams önnur. Styrkleikaröðunin er til þess gerð að bestu leikmenn mótsins geta ekki mæst í fyrstu umferðum keppninnar. Alls eru 128 keppendur skráðir til leiks og þeim skipt í átta flokka. Keppt er samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi og er hver flokkur með sextán keppendur. Sigurvegarinn úr hverjum flokki kemst svo áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Skipulagið er með þeim hætti að efstu tveir menn á styrkleikalistanum geta ekki mæst nema í sjálfri úrslitaviðureigninni. Það er þó alls ekki algilt að aðeins þeir sem er raðað í styrkleikasæti komist langt á mótinu en í fyrra komst Frakkinn Jo-Wilfried Tsonga alla leið í úrslitin þó svo að hann hafi fyrirfram ekki verið talinn meðal 32 sterkustu keppenda mótsins. Hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitunum. Tsonga er nú í fimmta sæti styrkleikalista mótsins. Efstu átta keppendur í einliðaleik karla: 1. Rafael Nadal, Spáni 2. Roger Federer, Sviss 3. Novak Djokovic, Serbíu 4. Andy Murray, Bretlandi 5. Jo-Wilfried Tsonga, Frakklandi 6. Gilles Simon, Frakklandi 7. Andy Roddick, Bandaríkjunum 8. Juan Martin del Potro, Argentínu Efstu átta keppendur í einliðaleik kvenna: 1. Jelena Jankovic, Serbíu 2. Serena Williams, Bandaríkjunum 3. Dinara Safina, Rússlandi 4. Elena Dementieva, Rússlandi 5. Ana Ivanovic, Serbíu 6. Venus Williams, Bandaríkjunum 7. Vera Zvonareva, Rússlandi 8. Svetlana Kuznetsova, Rússlandi Erlendar Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira
Búið er að raða þeim 32 bestu keppendum sem taka þátt í opna ástralska meistaramótinu í tennis í sæti samkvæmt styrkleikaröð. Raðað er samkvæmt stöðu leikmanna á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins en þeir sem ekki geta tekið þátt í mótinu er vitanlega ekki raðað í sæti. Nikolay Davydenko er eini leikmaðurinn úr fremstu röð í einliðaleik karla sem ekki getur spilað á mótinu vegna meiðsla. Maria Sharapova er einnig frá vegna meiðsla í kvennaflokki en hún bar sigur úr býtum á mótinu í fyrra. Mótið hefst á mánudaginn næstkomandi og eru margir sem veðja á að Skotinn Andy Murray muni ná langt á mótinu en hann hefur verið í góðu formi undanfarið. Hann er í fjórða sæti styrkleikalistans í einliðaleik karla en Spánverjinn Rafael Nadal er efstur. Í kvennaflokki er Jelena Jankovic frá Serbíu efst og Serena Williams önnur. Styrkleikaröðunin er til þess gerð að bestu leikmenn mótsins geta ekki mæst í fyrstu umferðum keppninnar. Alls eru 128 keppendur skráðir til leiks og þeim skipt í átta flokka. Keppt er samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi og er hver flokkur með sextán keppendur. Sigurvegarinn úr hverjum flokki kemst svo áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Skipulagið er með þeim hætti að efstu tveir menn á styrkleikalistanum geta ekki mæst nema í sjálfri úrslitaviðureigninni. Það er þó alls ekki algilt að aðeins þeir sem er raðað í styrkleikasæti komist langt á mótinu en í fyrra komst Frakkinn Jo-Wilfried Tsonga alla leið í úrslitin þó svo að hann hafi fyrirfram ekki verið talinn meðal 32 sterkustu keppenda mótsins. Hann tapaði fyrir Novak Djokovic í úrslitunum. Tsonga er nú í fimmta sæti styrkleikalista mótsins. Efstu átta keppendur í einliðaleik karla: 1. Rafael Nadal, Spáni 2. Roger Federer, Sviss 3. Novak Djokovic, Serbíu 4. Andy Murray, Bretlandi 5. Jo-Wilfried Tsonga, Frakklandi 6. Gilles Simon, Frakklandi 7. Andy Roddick, Bandaríkjunum 8. Juan Martin del Potro, Argentínu Efstu átta keppendur í einliðaleik kvenna: 1. Jelena Jankovic, Serbíu 2. Serena Williams, Bandaríkjunum 3. Dinara Safina, Rússlandi 4. Elena Dementieva, Rússlandi 5. Ana Ivanovic, Serbíu 6. Venus Williams, Bandaríkjunum 7. Vera Zvonareva, Rússlandi 8. Svetlana Kuznetsova, Rússlandi
Erlendar Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Sjá meira